Nei, vegna þess að allar rannsóknir benda til þess að áfengi sé með skaðlegustu vímuefnum í heiminum (í 5. sæti á eftir heróíni, kókaíni, methadon og barbiturates) á meðan engin rannsókn hefur nokkur tímann sýnt fram á alvarlega skaðsemi af völdum kannabisneyslu. Í gegnum tíðina hefur þó kannabis (eða helvítis hassið) fengið á sig mjög slæmt orð, mun verra en áfengi og tóbak, þar sem hasshausum er lýst sem lötum, metnaðarlausum, heiladauðum einstaklingum sem varla geta reimað á sig skóna....