Ég hef séð myndirnar, en það er víst þannig í bókunum að það er ekki draugaherinn sem sigrar herinn við Mínas Tírið, heldur herinn í bátunum. Og þeim her sem var í bátunum gat Tolkien alveg sleppt, þannig að ég efa að hann hafi gert það vegna hugmyndaleysi. Ég hef ekki lesið bækurnar, en ég hef heyrt að Tom Bombadil hafi verið skemmtilegur karakter og, ef ég man rétt, að hann hafi gefið þeim upplýsingar…. ef svo er, er það þá gagnslaust? Ja, ég veit ekki með inngöngu Gandalfs í ríkissal...