Mig langar aðeins að tala um þetta meistaraverk og þau áhrif sem það hefur haft á samfélagið síðustu áratugi. Fyrir tveimur árum skrifaði ég bókmenntaritgerð fyrir skólann minn, þegar ég fékk útúr ritgerðinni var 8,5 lokaeinkunin, kennarinn sagði mér að ég hefði fengið 9 ef ég hefði ekki kallað hana “eitt merkasta bókmenntaverk þessarar aldar”, ég spurði hví? Kennarinn svaraði því til að Hringadróttinssaga væri ekki nándar nærri jafn góð bók og t.d. Blikktromman eða bara Íslandsklukkan eftir Halldór okkar Laxnes. Ég er einstaklega ósammála! Í Hringadróttinssögu hefur Tolkien skapað heim sem enn lifir allstaðar í okkur. Verur eins og Orkar og Goblinar sem fyrirfionnast í öllum “dreka og dýflissu” ævintýrum eru frá honum komin. Hann skapaði heim fullan af allskyns kynjaverum og skapaði jafnvel heilt tungumál fyrir sumar verurnar með málfræðireglum go setningafræði. Í einni setningu sagt er hægt að segja að Tolkien hafi mótað ímyndunarafl margra kynslóða eftir sinn dag með þessu meistarastykki en það er ekki á allra færi að gera það!