Eftirlifandi meðlimir þrí gjís (3G'S) voru að senda inn grein og lög á rokk.is! Þetta finnst mér frábært, eins og þið vitið öll hættu 3G'S þegar Gísli dó, en kannski er líf í hinum enn?
Þetta stóð á rokk.is:

Hljómsveitin 3G's samanstóð af þremur ungum drengjum sem áttu það sameiginlegt að byrja á stafnum G, Gunnar, Gísli og Guðjón.
Eins og alþjóð veit fannst Gísli látinn á heimili sínu í Boston eftir of stóran skammt af kókaíni þann 13.apríl 2001. Eftir það lagði sveitin upp laupana en Gunnar og Guðjón hafa unnið saman að kvikmyndatónlist, meðal annars fyrir norsku myndind “Havens bat” þar sem Gunnar lék eitt af aðalhlutverkum. Eftir hörð málaferli við ekkju Gísla hafa eftirlifandi meðlimir 3G's fengið útgáfurétt á þessum lögum og hafa ákveðið að gefa notendum rokk.is 6 lög sem tekin voru upp í desember árið 2000, í jólagjöf. Þar með talið jólalagið Aleinn á jólunum, sungið af Gísla heitnum.
Þessi útgáfa er tileinkuð þér Gísli og megi minning þín lifa að eilífu.

Ég hvet alla, unga sem aldna að skoða þetta strax í dag!
—————————–