Ég rakst á grein í nýjasta tölublaðinu í Lifandi Vísindi sem heitir 7. skilningarvitið. Það var um samskynjunar dót eithvað.

Þegar ég var 5 ára föttuðu mamma og pabbi að ég hafði sktítinn hæfileika. Það var þannig að ef fólk nefndi bókstaf, tölustaf, kaupstaði, nafn, mánuði og fleira í þeim dúr fann ég alltaf fyrir litnum á hlutinum. Þegar ég var 5 ára vorum við á leiðinni til Akureyrar, og ég var alltaf að ruglast á Fellabæ og Akureyri og þar sem þessir bæjir gætu valla verið meira ólíkir þá spurðu mamma og pabbi mig afhverju ég var alltaf að ruglast á þeim, þá sagði ég að ég ruglaðist á þeim því þeir væru eins á litinn. Þannig föttuðu þau þetta og gátu spurt mig af helling af bæjum, Þau nefndu t.d. Egilsstaði en þeir eru rauðir. Þetta er voða skrýtið en ég bara finn fyrir litnum þegar fólk segir eithvað af þessum hlutum.

Þegar ég sá þessa grein í Lifandi Vísindum kom það mér mjög á óvart því þetta er svo asnalegt í rauninni að finna svona fyrir litonum og sjá þá. En ég hef heyrt að skyggn séu svona..Og þar sem ég er skyggn þá kannski tengir það eithvað.

Í blaðinu segir að það séu til meira en 50 samskyjnanir og að það er talið að 1 af hverjum 25.000 eða 1 af hverjum 200 að séu svona. Sagt er að einhverskonar skammhlaup eigi sér stað í heilanum, þannig að stöðvar ólíkra skynjana tengjast á nýjan hátt. En hvað veit maður? Einnig er sagt að þetta sé arfbundið, en amma mín er svona líka svo ég hef það eflaust frá henni.


Kv Hrislaa
./hundar