Ágætu Quake spilarar,

Stoni Woo, einn af okkur, og meðlimur í hinu gamla og virta clani mAIm hefur fallið frá langt um aldur fram, eftir nokkra baráttu við krabbamein. Fá orð geta lýst hve hryggilegt er þegar einstaklingur á miðjum þrítugsaldri fellur frá með slíkum hætti, og fer betur að <a href="http://www.maim.us/frettir/">bróðir hans geri það</a> en ég.

Ég votta aðstandendum hans og vinum samúð mína og Skjálftamanna, og vænti þess að leikmenn leggi hér nokkur orð í belg.

Farewell,
Smegma