Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Óskarinn

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Rétt, fáránlegt að samþykkja ársgömul úrslit. En þú hefur augsýnilega gleypt við þýðingu Ívars Guðmundssonar útvarpsfífls á Art Direction (að þessi lúði skuli tala yfir óskarinn á íslandi er hneysa). Art Direction hefur í fyrsta lagi ekkert með leikstjórn að gera. Í öðru lagi, er líka verið að segja að leikstjórn myndarinnar sé ekki listræn? Svo maður vitni nú í fráfarandi Forsætisráðherra: “hverslags endemis þvæla er nú þetta?” Þetta er misskilningur frá upphafi til enda, kominn frá manni...

Re: Arabar brenna Íslenska fánann í Kaupmannahöfn

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Frábært. Þegar Al-Qaeda kemur til Íslands, þá getið þið sent þakkir á eftirfarandi utanáskriftir: Davíð Oddson Forsætisráðuneytið, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík. Sími 545 8400 og Halldór Ásgrímsson Utanríkisráðuneytið, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Sími: 545 9900. Atkvæði þitt er þitt sterkasta vopn. Mundu þessa ákvörðun þessarra manna þegar þú greiðir þitt atkvæði í næstu kosningum. PS. Þetta hefur alltaf verið trúarbragðastríð. Þar sem Kóraninn er bæði biblía og...

Re: Svar til fiskaminni

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þakkaðu bara fyrir að þetta skuli vera komið á sunnudaga, þetta var alltaf á mánudögum… :) Annars er sunnudagurinn miklu betri hérna úti, þar sem umferð er minni, færri að vinna og því mun fleiri áhorfendur fyrir vikið. Fyrir utan það að þá geta svona kvikmyndasjúklingar eins og ég lagt allan daginn undir þetta. Nema í ár var mun minna að horfa á þar sem rauða teppinu var sleppt og engin viðtöl eða neitt fyrir útsendinguna… En þetta var flott grein hjá þér, gaman að vita að það eru fleiri á...

Re: Óskarinn 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
LOTR TTT átti skilið fleiri tilnefningar, en það hefur ekkert með “ekki Hollywood” að gera. The Pianist hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, handrit og aðalleikara, en var framleidd í frakklandi og póllandi.

Re: Óskarinn 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta var mjög flottur Óskar. Michael Moore sagði margt mun betra baksviðs en á sviðinu (og ég er líka 100% sammála honum). Smá leiðrétting, Pianist hlaut þrjár styttur, ekki tvær. Adrien Brody flutti bestu ræðu kvöldsins að mínu mati. Og smá trivia með hann… hann er núna yngsti maðurinn til að vinna Best Actor og slær þar með út Richard Dreyfuss sem var nýlega orðinn þrítugur þegar hann vann fyrir The Goodbye Girl fyrir 25 árum. Það hefur heldur aldrei gerst fyrr í þessum flokki að nýliði,...

Re: Óskarsverðlaunaspá 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Stelpan sem hann nauðgaði (sem er núna um fertugt) skrifaði langt bréf í Los Angeles Times honum til varnar og bað fólk um að meta myndina á eigin verðleikum, en ekki á hans karakter. Hún tók það líka fram að dómssátt hefði verið í málinu á sínum tíma sem fól í sér að Polanski játaði á sig brotið og að sá tími sem hann hafði setið inni (þar til dómssáttin náðist) yrði næg refsing. Allir höfðu samþykkt, saksóknari, Polanski, fjölskylda stúlkunnar og dómarinn. En þegar kom að því að skrifa...

Re: Til temsa

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Eða þegar Ron Howard fékk þessi verðlaun fyrir Apollo 13 en Mel Gibson fékk svo Óskarinn fyrir Braveheart á meðan Ron Howard fékk ekki einu sinni tilnefningu til Óskars!

Re: Óskarsverðlaunaspá 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nei, alls ekki. Þetta var ákveðið þar sem fjöldinn allur af stjörnum hafði samband við Akademíuna og spurði hvort þau mættu ganga inn bakdyrameginn til að losna við rauða teppið, því þeim þótti það óþægilegt í ljósi heimsmálanna. Gil Cates, framleiðandi sjónvarpsútsendingarinnar sagði á blaðamannafundi að öllum, kynnum og verðlaunahöfum væri frjálst að segja það sem þeim sýndist, þó farið væri fram á að kynnar héldu sig við skrifað efni og að verðlaunahafar héldu þakkarræður sínum undir 45...

Re: Óskarsverðlaunaspá 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ekki alveg rétt. Það er engin mafía sem “ræður” hverjir vinna, en það er mikið um pólitík og klíkuskap (stúdíóin kjósa sínar myndir, ekkert annað) og hefðir sem hafa áhrif. Peter Jackson var ekki tilnefndur (og myndin fékk ekki fleiri tilnefningar en raun ber vitni) aðallega vegna þess að akademíumeðlimir líta svo á að þar sem hann fékk tilnefningu í fyrra og þar sem hann skaut allar myndirnar 3 samtímis, þá sé í raun búið að tilnefna hann fyrir þær allar. Eins hef ég heyrt að líklegt sé að...

Re: Óskarsverðlaunaspá 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“..mun Marshall vinna, enda hlaut hann SAG-verðlaunin..” Þú meinar líklega DGA verðlaunin… En jú, það er gaman að pæla í þessu. Ég var þarna í fyrra og þótti gífurlega gaman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður á sunnudaginn nú þegar búið er að aflýsa rauða teppinu og allt verður eitthvað “down played” útaf sprengjuregninu í Írak. Ef Óskarinn verður leiðinlegur útaf því þá ætti að kjöldraga Runna fíflið fyrir það eitt…

Re: Óskarsverðlaunaspá 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þar sem Óskarinn verðlaunar yfirleitt það sem akademíunni líkar best við (ekki endilega það besta það árið, enda mjög erfitt að segja að eitt eða annað sé “best” þegar að listum kemur). Þannig að ég ætla að tvískipta þessu. Annars vegar hver ég tel að ætti að vinna og svo hver mun vinna (miðað við orðróm). Mynd: Hver ætti að vinna: LOTR The Two Towers. Hver mun vinna: Chicago, aðallega vegna þess að hún er mjög góð, mjög skemmtileg, vel gerð og höfðar til mun breiðari áhorfendahóps en hinar....

Re: BNA & Tilviljanir: Greindarvísitölupróf

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Swiiiiiing, væri ekki upplagt að við hvettum alla til að leita annarrar orkulindar en olíu? Framboðið af henni er ekki endalust. Fyrir utan það að megnið af gúmmí og plastvörum er líka framleitt úr olíuvörum, svo það er ekki eins og það séu bara farartæki sem koma til með að stoppa. Það er hreint ótrúlegur fjöldi daglegra hluta sem grundvallast á olíu á einn eða annan hátt. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því er fyrir löngu orðið tímabært að finna eitthvað sem getur leyst olíuna af hólmi...

Re: Breyta WinXp til hins flottara :)

í Windows fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jamm, ég setti OS X viðmót á mína í vinnunni, með boot logo, login skjá, Dock og alles… Ein stelpan á skrifstofunni spurði “why are you using a Mac?” Þetta er mjög kúl… en verður þreytt eftir smá tíma, nema þú búir til eitthvað sem hentar þinni notkun fullkomlega.

Re: Uppáhaldmynd og leikarar ?

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég á hvorki uppáhaldsmynd né uppáhaldsleikara. Það er svo mikið af góðum myndum og góðum leikurum að það er útilokað að nefna einn. Ég á hins vegar fullt af myndum og leikurum sem eru á “topp 2” hjá mér (alltaf hægt að bæta). Hér eru nokkur dæmi. Mynd: JFK Schindler's List Pulp Fiction Shawshank Redemption The Godfather (1 og 2) Back to the Future serían Lord of the Rings Citizen Kane Braveheart The Blues Brothers (!) Contact Casablanca The Apartment Close Encounters of the Third Kind Star...

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
John Toll vann óskar 2 ár í röð fyrir kvikmyndatöku (Braveheart og Legends of the Fall). Það eru margir sem hafa unnið 2 ár í röð í hinum og þessum flokkum. T.d. hefur Rick Baker unnið 7 styttur fyrir make-up, þar af allavega einu sinni 2 í röð. En þetta hefur ekkert með það að gera. Ástæðan er sú að nefndin innan Akademíunnar sem tilnefnir fyrir kvikmyndatöku, leit svo á að þar sem allar 3 hefðu verið skotnar á sama tíma, þá væri hér ekkert “nýtt” á ferðinni og vildu ekki verðlauna sömu...

Re: Af væluskjóðum og Jóni Gnarr

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ekki alveg rétt… Það er málfrelsi og skoðanafrelsi á Íslandi. En, þú berð fulla ábyrgð á því sem þú segir. T.d. er ekki óalgengt að opinber ummæli séu dæmt dauð og ómerk í réttarsal ef sá sem þú talar um kærir fyrir ærumeiðingar. Varðandi það að tal um tóbak og kynþáttahatur sé “bannað” þá er það líka rangt og ég skal sanna það hér: Tóbak er hættulegt, en það er réttur hvers og eins einstaklings að reykja ef hann vill. Ég mæli ekkert sérstaklega með því að þú byrjir að reykja, en ef þú vilt...

Re: Af væluskjóðum og Jóni Gnarr

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jón Gnarr hefur alltaf verið leiðinlegur. Ekkert nýtt á ferðinni… En það er jú málfrelsi, svo hann hefur rétt til að segja það sem hann vill… spurningin er hins vegar hvort útvarpsstöðin þurfi endilega að skaffa honum vetvang til að viðra leiðindin, en það verður að vera bisnessákvörðun…

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
'Litlu krakkarnir hér vita betur og meira en nokkur annar.' kannski að eigin mati… jafn vitlaus fyrir því. Ef þú skilur ekki háðið í setningunni hans Samuel Klemens, þá ertu annað hvort of vitlaus, eða of ungur. Sumir hér eru bæði…

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“temsi afhverju í andskotanum hefuru meira vit á heimsmálum en hann ?” Kannski hefur aldur og lifsreynsla eitthvad med thad ad gera… Eg er 15 arum eldri en hann og hef thvi mun vidtaekari lifsreynslu og thekkingu a lidnum atburdum (og thar med vidari sjondeildarhring a atburdi dagsins) en 16 ara krakki… ekki ad thad thurfi mikid til ad hafa meira vit en hann, eins og Thulesol benti rettilega a.

Re: Hefurðu hitt einhvern frægan

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sammála því… Ég tók í spaðann á Jack Nicholson fyrir nokkrum árum. Ekki að hann muni neitt eftir mér sko… Annars bý ég í Los Angeles, svo ég hef séð allar helstu kvikmyndastjörnurnar á einum eða öðrum tíma undanfarin ár og er löngu hættur að kippa mér upp við það… Þetta var voða spennandi fyrst, en nú er þetta bara eins og hvert annað fólk. Stend stundum fyrir aftan eða framan frægt fólk í biðröð á Subway eða Starbucks.

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hjálpi mér hvað þú ert heimskur. Ég sagði ekki að vandamálið væri útaf trúarbrögðum. Ég sagði að það væri ekki hægt að draga fólk í dilka eins og þú værir að gera, byggt á einhverju eins og trúarbrögðum. Já, ég “voga” mér að kalla þig þröngsýnann og forheimskann, því þú hefur ekki sýnt á þér aðra hlið hingað til. I call them as I see them… Ég hef líklega meira vit á heimsmálum en þú, svo ég vísa ráðleggingum þínum algerlega til föðurhúsanna.

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jú, þetta er alveg rétt hjá þér. Ég hef aldrei hugsað um þá gyðinga sem ég þekki með þeim hætti sem þú spyrð um (þeir eru bara vinir, skólafélagar og vinnufélagar). En þegar þú nefnir þetta, þá kannast ég ekki við neitt af þessu. Satt að segja eru þeir Frakkar og Íranir sem ég þekki með stærri nef… Allir svona sleggjudómar eins og hjá Rebel og Karijo lýsa bara hrikalegri fáfræði og þröngsýni. Þessu fylgir oft mikill hroki og mikil skapstyggð, eins og sjá má á viðbrögðunum hjá Karijo við...

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ertu virkilega svona rosalega heimskur? Hvernig geturðu þóst vera heilbrigður þegar þú kallar heilan hóp af fólki villimenn, bara fyrir það eitt að tilheyra TRÚARBRÖGÐUM. Þú kannski hefur ekki IQ til að skilja það, en Gyðingar eru ekki kynstofn. Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að vera Gyðingatrúar. Nú bý ég í Los Angeles, borg sem hefur að geyma aragrúa af gyðingum í öllum stéttum þjóðfélagsins, allt frá skólafólki upp í forstjóra stórfyrirtækja. Ég þekki persónulega mikið af þessu...

Re: Hafa konur tilfinningar?

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
OK, hér er uppástunga… Þegar þú talar upphátt, kannastu við að klára setningu? Ef þú veist hvaða tilfinning það er, mundu hana þegar þú skrifar og settu þá punkt. Einfalt. Hefur nákvæmlega ekkert með lesblindu að gera.

Re: Hafa konur tilfinningar?

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hefurðu einhverntima heyrt minnst á greinarmerki? Það á að nota punkta og kommur í íslenskri málfræði. Þú ættir kannski að reyna vera vakandi í íslenskutímunum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok