Vesalingurinn hann Jón Gnarr ætlar nú víst úr öskunni í eldinn. Eða svo heldur a.m.k. ritstjóri <a href="http://www.politik.is“>Politik.is</a>, Ómar R. Valdimarsson. Manninum var víst svo ofboðið þegar hann hlustaði á grínþátt í nýjum þætti Jóns á Múzík 88.5 að hann átti ekki aukatekið orð og ákvað að klaga þáttastjórnandann til yfirvalda og ýmissa stofnanna.

En hví ofbauð honum? Jú, Jón flutti útvarpsleikrit sem fjallaði um dreng sem varð að sætta sig við misnotkun föður síns til að fá pening fyrir ís. Barnamisnotkun er að sjálfsögðu ekkert gamanmál og virkilega andstyggileg hlið undirheima hins daglega samfélags okkar. En þeir sem að hafa hlustað á Jón Gnarr í áraraðir vita vel að þetta er bara hans húmor, og að hann skuli ekki taka alvarlega. Ég verð að viðurkenna að ég missti þó af þættinum og hef því ekki heyrt umrætt útvarpsleikrit. Þó finnast mér viðbrögð ritstjórans við þessu nokkuð svakaleg, það mætti halda að hann hafi aldrei hlustað á þátt með Jóni áður, enda virðist maðurinn ekki hafa mikið álit á fólki sem hlustar á hann, eintómir óvitar.

En nóg um þetta, mér fannst ég bara þurfa að deila þessum hugleiðingum með fólki. Áhugasamir geta smellt <a href=”http://www.politik.is/index.nanar.php?i=684“>hér</a> og lesið greinina.<br><br>- Royal Fool

<a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=RoyalFool&syna=msg“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:royalfool@hotmail.com“>royalfool@hotmail.com</a>

Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/leikjatolvur“>Leikjatölvur</a>, <a href=”http://www.hugi.is/blizzard“>Blizzard Leikir</a> og <a href=”http://www.hugi.is/cc">Command & Conquer</a