Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu við að horfa á fréttir Sjónvarpsins af arabiskum “friðarsinnum” að brenna Íslenska fánann með þeim Bandaríska og Ísraelska (Breski virðist hafa slopppið), en hvers vegna ?

Er Ísland orðið eitt hataðasta landið í múslímaheiminum ? Varla. Mín tilgáta er að þeir hafa séð landið á lista yfir stuðningsríki BNA, en svo er táknið á fánanum hin aðalástæðan, KROSSIN sem er hataður í múslímaheiminum og er t.d. bannaður í Saudi Arabiu. Þeir hafa eflaust viljað brenna Danska fánann en ekki þorað það, nógu óvinsælir eru þeir orðinir í Danmörku. En þar sem rauði krossin í íslenska fánanum er áberandi þá er hann góður skotspónn, í því markmikið þessara manna að gera Íraksdeiluna að trúarbragðastríði.

Þetta voru ekki beint dæmi um vel “aðlagaða” innflytjendur í Danmörku, öskrandi “Alla Aqbar” og brennandi fána frændþjóðar Dana, en sem fyrri daginn þá eru þessir menn lagnir við af fá fólk upp á móti sér. Þetta er dæmi um það þegar ég segi að vestræn ríki ali höggorma við hjarta sitt með vægnu og víkjandi viðhorfi gagnvart öfgahópum, þó Danir virðist vera að herðast.