Einhvern tíma skrifaði ég það nú hérna áður að kommúnisminn væri falleg hugsjón sem virkar flott á pappír en kútfellur svo um leið og manneskjunni er blandað í málið. Ástæðan er einföld: Mikill vill meira. Samkeppnin er í mannlegu eðli. Hvort sem það er einhver sem vill eiga flottari og kraftmeiri bíl en nágranninn, flottara og stærra hús, fallegri garð, fallegri konu, flottari föt, komast hraðar, hærra og lengra en aðrir eða bara eiga meiri peninga en aðrir. Hvort þetta er neikvætt eða...