Nú þegar ríkisstjórnir BNA og Englands hafa viðurkennt að

A) Saddam átti engin stórtæk vopn (sjá link 1)
B) olía var stór partur af ástæðunni (sjá link 2)

þá þætti mér mjög merkilegt að vita hvað þeir sem kokgleyptu lygar Bush eða voru fylgjandi stríðinu af einhverjum öðrum ástæðum, hafa um þetta að segja? Það lítur jú út fyrir að við sem vorum á móti stríðinu höfum haft rétt fyrir okkur eftir allt saman… því miður (þó svo ég efist ekki um að einhver komi til með að mótmæla því).

Hverjar eru ástæðurnar núna?
Hvaða afsakanir er nú hægt að finna fyrir þessu ólöglega stríði?
Eða á kannski að gera eins og fasistar gera venjulega, að ráðast á fréttamennina fyrir fréttaflutninginn til að reyna að draga úr trúverðugleika fréttanna?

Linkur 1: http://www.sundayherald.com/33628
Linkur 2: http://quote.bloomberg.com/apps/news?pid=10000087&sid=ahJS35XsmXGg
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.