Þríleikurinn hans Robin Williams

Robin Williams er aðallega þekktur fyrir gaman hlutverk og dettur mér þá helst í hug myndirnar Mrs.Doubfire og Birdcage. Hann er grínisti af guðs náð og tekst oftast að vekja upp bros hvert sem hann fer. En árið 2002 tók hann af sér hlutverk sem áttu ekki að vekja upp bros. Þrjár myndir og þrjú mismunandi hlutverk sem leyfðu Robin að prófa sig áfram sem leikari. Það eina sem er sameiginlegt með þessum hlutverkum er það að persónan virðist alltaf vera hálfgeðveik. Fólk er með ýmsar skoðanir á þessum myndum en allir virðast vera sammála um að Robin Williams sýni góðan leik.

Insomnia árið 2002
Robin Williams leikur Walter Finch, rithöfund sem er grunaður um morð. Al Pacino leikur Will Dorner, lögguna sem er sendur til að rannsaka morðið en sú rannsókn endar á því að Dorner skýtur og drepur sinn eigin félega er þeir reyna að handsama hinn grunaða. Dorner felur öll sönnunargögn um það sem hann gerði og heldur áfram að elta Finch.
Það eru tveir eltingarleikar í gangi í myndinni, Dorner að elta Finch og svo bæjarlöggan Ellie Burr sem Hillery Swank leikur sem er að rannsaka morðið á félaga Dorner.
Fær 7,5 /10 á imdb.com

Dormer: You don't get it do you Finch? You're my job. You're what I'm paid to do. You're about as mysterious to me as a blocked toilet is to a fucking plumber. Reasons for doing what you did? Who gives a fuck?

One hour photo árið 2002
Robin Williams leikur Seymour ‘Sy’ Parrish, starfsmann á framköllunarstofu í stórmarkaði. Hann er búin að vera í bransanum í 20 ár og hefur góða kunnáttu á framköllun. Hans stærstu viðskiptavinir eru Yorkin fjölskyldan og lítur út eins og fjölskyldan eigi hið fullkomna líf. Sy fyllist þráhyggju og vill endilega vera partur af Yorkin fjölskyldunni. En þegar hann kafar lengra inn í líf fjölskyldunnar þá fer hann að sjá galla þess og hans markmið verður að afhjúpa vandamál fjölskyldunnar á kostnað þeirra.
Fær 7,3 /10 á imdb.com
[While spying on the Yorkins]
Sy Parrish: What the hell is wrong with these people?

Death to Smoochy árið 2002
Randolph Rainbow Smiley er rekin úr starfi sínu sem krakkaþátta stjórnandi fyrir að taka mútur. Sheldon Mopes (Edward Norton) er fengin í hans stað sem Smoochy the Rhino. Sheldon gengur vel og verður strax vinsæll en Sheldon kemst fljótt að því að flestir virðast vera í bransanum til að græða pening en ekki til þess að skemmta börnunum. Randolph er hins vegar rólega að verða geðveikur og einsetur sér að drepa Smoochy til að fá gamla starfið sitt aftur.
Fær 6,5 /10 á imdb.com

Randolph: Bastard Son of Barney! Die! Die, stuffed ball of fluff! Illegitimate Teletubbie! Die, you Muppet from hell! Die, you foam motherfucker!
________________________________________________