Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skuggi85
skuggi85 Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
3.796 stig

Re: Hugleiðing varðandi ,,Gay Pride''............

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Aftur á móti skil ég ekki hvað það viðkemur því að klæða sig uppí leðurbúninga og dragtir (Dragdrottningar). Af því að vissir hópar samkynhneigðra stunda það að klæða sig í drag ? Og eru þeir “fulltrúar” þess hóps á Gay Pride. Alveg eins og ég býst við að þeir sem að voru í sjómannsfötum í fyrra voru fulltrúar þeirra homma sem að eru “straight acting”, eða venjulegt í þínum augum. Samt ef maður fer út í þá sálma þá tengist sjómennska ekki samkynhneigð á neinn hátt, en af hverju var þá bara...

Re: Langar að vera FEIT!

í Heilsa fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það besta sem þú getur gert er að borða eitthvað mjög fitandi á hverju einasta kvöldi rétt áður en þú ferð að sofa. T.d. ís með rjóma, súkkulaði, kökusneið… Og bara muna að sleppa ekki máltíðum. Ef þú ert svona matvönd þá ættir þú kannski að ræða við foreldrana að búa til sérstaka mataráætlun, hafa alltaf nóg af því sem þú kýst að borða. Og að það sé allt í lagi að þú fáir þér eitthvað annað en fjölskyldan. Allavega á meðan þú ert að bæta á þig.

Re: Atvinnuleysi! :@

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég var að vinna á fullu þegar ég var í unglingavinnunni. Í dag eru líka mikið fleiri sem sækja um en þeir sem fá vinnu. Spurning um að auka kröfurnar og hækka launin upp í lágmarkslaun fullorðinna.

Re: Sjampó!!!!!!!!! ARG!!!!!!!!!!!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Gott að hafa alltaf bara tvo brúsa og kaupa nýjann þegar annar klárast. Þá er alltaf til.

Re: Atvinnuleysi! :@

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já skrýtið að allt verður brjálað ef það er borgað útlendingum lág laun… En svo er allt í lagi að gera það með unglinga landsins. Fólk hefur áhyggjur af “barnaþrælkun” með því að gefa þeim of marga vinnutíma eða að þau byrji of ung. En það sem mér finnst tengjast mest barnaþrælkun af öllu eru þessi ótrúlega lágu laun. Það er notað þau rök að þau séu náttúrulega ekki að sjá um heimili eða reka bíla. Ég nota þau rök á móti að þau þurfa að spara þennan pening fyrir allan veturinn sem er erfitt...

Re: Skattur á tóbaki ósanngjarn!

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hættu bara að reykja og þá þarftu ekki að væla yfir þessu. Þú réðir alveg hvort þú byrjaðir eða ekki. Þetta er ekki sambærilegt við skyndibita. Ég veit ekki betur en fólk velji það að byrja að borða skyndibitamat. Margir eru líka fíklar á vissu stigi þegar kemur að þessum mat, en átta sig bara ekki á því enda svala þeir alltaf fíkninni. En um leið og það er tekið ákvörðun að nú eigi að hætta að borða skyndibitamat, þá er það oft mjög erfitt fyrir marga. Reykingamaðurinn verður háður, neyðist...

Re: Harðari refsingar = svör við öllu

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég vil að það sé hjálpað honum. Hringrás haturs kemur engum til góðs. Að skilja hugarástand þeirra sem framkvæma verknaðinn og reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig mun skila mikið meiri árangri en að refsa. Fólk er samt kannski að misskilja þetta hugtak. Með því að segja að ég vilji ekki refsa nauðgurum/morðingjum og fleirum þýðir ekki að ég vilji að þeir gangi strax lausir. Heldur vil ég að þjóðfélagið og stjórnvöld einbeiti sér að því að endurhæfa frekar en að refsa. Núverandi...

Re: Kosningarnar í Íran...

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
What ?

Re: Skattur á tóbaki ósanngjarn!

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þú verður að afsaka, en mér finst þetta pínu þversögn með að þú þekkir fullt af fólki sem myndi hætta að borða óhollan mat sem að myndi hækka um 40% en samt heldur þú því fram að neysla á tópaki minki ekkert hvort sem að pakkinn sé 40% ódýrari eða dýrari. Nigótín er eitt af mest ávanabindandi efnum sem til eru (meira ávanabindandi en mörg ólögleg fíkniefni), og því eru minni líkur á að verðið hafi áhrif. Nígótín fíkill verður að fá skammtinn sinn sama hvað það kostar. Ég sagði samt ekki að...

Re: The O.C. og One Tree Hill : Hata og Elska

í Sápur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Og Lucas er hot strákurinn. Svo þú færð minnimáttakennd að sjá hann :)

Re: Aishwarya Rai

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er líka leiðinlegt að láta banna fólk. Svona er lífið.

Re: Ræða úr Good Will Hunting.

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er sammála og ég tel að þrátt fyrir hryðjuverkaógnina sem er núna að þá sé framtíðin björt að svo mörgu öðru leiti. Þjóðir heimsins hafa verið að minnka, fresta eða fella niður skuldir landsins. Landið getur hafið frjáls viðskipti (Einræðisherran var ástæðan fyrir viðskiptabanninu) og þjóðin stefnir hratt í átt að lýðræði. Sem vonandi mun smita frá sér á endanum í þessum hluta heimsins. Tilraunir hryðjuverkamanna til að koma á borgarastyrjöld hafa ekki heppnast. En eins og ég hef oft sagt...

Re: Áfengisaldurinn fáránlegur og ekkert svar frá ríkisstjórn

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já og fara aftur í frelsisþróuninni. Kannski banna líka að það sjáist í bera handleggi á almannafæri ?

Re: Áfengisaldurinn fáránlegur og ekkert svar frá ríkisstjórn

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
taðreyndin er sú að krakkar kunna ekki að fara með áfengi. Og hver ætli ástæðan sé fyrir því ? Aldurstakmarkið spilar þar mikið inn í. Og hvernig þjóðfélagið almennt lýtur á áfengi.

Re: Þjóðhátíð

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ef ég væri búinn að kynnast fólki sem mér þykir vænt um þar, búinn að búa þar í mörg ár, tala tungumálið, starfa og bý þar og hef allar mínar framtíðaráætlanir þar. Já þá myndi ég lýta á mig sem Tælending. Auðvitað verður maður líka alltaf Íslendingur í hjarta sínu. En ég hef aðeins opnara hugarfar en að halda að ég þurfi að vera það að eilífðu og ekkert annað.

Re: ÞUNGLYNDI!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nei. Það vilja samt allir endilega tengja það saman. Hvort sem það séu sálfræðingar eða fjölskyldumeðlimir. Auðvitað gerði þetta verra á sínum tíma að vera bæði þunglyndur og í skápnum. En ég er nú en þá þunglyndissjúklingur þó það séu 3 ár síðan ég kom út og allt gekk vel með það.

Re: Aishwarya Rai

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 1 mánuði
Lestu aftur það sem ég skrifaði. Bollywood myndir fá helmingi meira áhorf í heiminum en Hollywood myndir.

Re: Aishwarya Rai

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hún er stjarna frá Bollywood. Bollywood myndir fá helmingi meira áhorf en Hollywood myndir í heiminum, þó að Hollywood myndir séu kannski vinsælari í hinum vestræna heimi. Hún er eiginlega “Julia Roberts” Asíu og fær um 20 milljón dollara fyrir hverja mynd.

Re: Kosningarnar í Íran...

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
En einmitt þar sem hann var talinn vera einn ólíklegustu til þess að sigra, og er sömu meginn í pólitík og klerkaráðið. Þá spyr maður sig hvort það hafi verið falsað niðurstöðurnar.

Re: Sumarfólk!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ertu viss ? Margir námsmenn byrja að vinna um leið og sumarfríið byrjar og þanga til skólinn byrjar aftur. Og vinna jafnvel líka í jólafríinu. En auðvitað misjafnt eftir fólki.

Re: Sumarfólk!!

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
En er hann í rauninni ekki að vinna meira en “venjulegur” vinnumaður ef hann er að vinna á sumrin í stað þess að taka frí ?

Re: Þjóðhátíð

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þegar þú ert ríkisborgari þá ertu Íslendingur. Þó þú sért með uppruna erlendis.

Re: Þjóðhátíð

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Er hún ekki ríkisborgari ? ég hélt það. Kannski hef ég rangt fyrir mér.

Re: Ræða úr Good Will Hunting.

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já það er ekki eins og innrásin í Írak hafi skaðað Evrópu.

Re: Ræða úr Good Will Hunting.

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég lýt yfir heildarmyndina… Nei ég get því miður ekki talið það vera rangt að frelsa þjóð frá einræðisherra þó að SÞ hafi ekki verið eins ákveðnar með það. Þó það hafi ekki verið nein ógn af Saddam þá er það þess virði fyrir þessar tæpar 30 milljónir manna sem búa í Írak og hafa ekki haft möguleika á frjálsu lífi eins og við á Íslandi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok