Nú hef ég tekið eftir því að fjölmiðlar hér á landi hafa verið að fjalla um nýkosinn forseta Írans, stefnur hans og fleira í þeim dúr.

En af hverju fjallar enginn fjölmiðill um það að þetta sé bara sýning fyrir heimsbyggðina ? Íran er langt frá því að vera það lýðræðisríki sem þeir þykjast vera með þessum kosningum. Þó að þjóðin hafi kosið forseta, þá verður hann samt sem áður ekki farið gegn klerkaráði landsins. Og getur meira að segja verið strengjabrúða þeirra.

Svo er líka spurning hvort að niðurstöðurnar hafi verið réttar úr kosningunum. Voru einhver alþjóðleg samtök sem fengu að fylgjast með kosningunum ?