Hugleiðing varðandi ,,Gay Pride''............ Já,eins og flestir íslendingar vita þá er hinn alþjóðlegi ,,Gay Pride'' dagur haldinn á ári hverju,og hef ég, Summi persónulega ekkert á móti því.

Aftur á móti skil ég ekki hvað það viðkemur því að klæða sig uppí leðurbúninga og dragtir (Dragdrottningar). Meðal annars má benda á það að börn mæta þarna niður í bæ og sé ég ekki fram á hvað leðurbúningar og dragtir kenni börnunum. Hef ég meðal annars velt því fyrir mér hversvegna ekki sé kominn ,,Straight Pride'' dagur hingað á klakann. Fyrst samkynhneigt fólk getur fengið útrás á þessum dögum,því þá ekki að leyfa okkur gagnkynhneigða fólkinu að njóta okkar?

Aftur á móti skil ég líka að fólk á væntanlega eftir að koma með svör við þessari grein á borð við: ,,Gerir þú þér ekki grein fyrir að hér á fornum tíma ríktu fordómar gegn samkynhneigðu fólki og er en?'' en sé ég hins vegar fordóma ekki koma þessu máli við, því hér er verið að ræða um daga.

Má líka benda á það að þótt við gagnkynhneigða fólkið höfum ekki neinn sérstakan dag fyrir kynhneigð okkar,þá erum við ekki að auglýsa það með því að klæða okkur upp í óhversdagslegan klæðnað og hrópa til fólks.

Mitt álit er það að samkynhneigða fólkið geti haldið þessu fyrir sjálft sig og fjölskyldu og vinum.

Annars væri gott að fá ykkar álit kæru hugarar….

P.s eins og ég sagði áðan þá hef ég enga fordóma gegn fólki með mismunandi kynhneigð.

Summi kveður…….