Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skuggi85
skuggi85 Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
3.796 stig

Re: Ísraelar

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Koma reglulega með slík boð enda þurfa þeir friðartímabil til þess að hlaða upp fleiri vopnabirgðum og auðvitað mannsafla líka. Furðulegt að þeir koma bara með svona tilboð þegar Ísraelsmenn eru nýbúnir að sprengja allt í tætlur hjá þeim. Flettu upp Osló samsærinu og komdu svo aftur.

Re: video um..ljóta staðreynd.

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Múslimar eru 1,3 milljarðar manna og því mun það ekki gagnast neinum að setja þá alla undir sama hatt. Ég kýs að nota hugtakið Jihadistar eða bara öfgamenn. Sem betur fer þá held ég að fleiri múslimar séu á móti hryðjuverkasamtökum eins og Al-Qaeeda heldur en þeir sem styðja þau. Fordómar og hatur gagnvart múslimum almennt mun aðeins skila sér í því að fjölga öfgamönnum. Öfgastefnur múslima í nútímanum hafa líklega einhverjar rætur til krossferðatímabilsins, mannkynið á að læra af slíkum...

Re: Víglínan?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Í sambandi við það… Ég er einnig á móti þessum vaxandi glæpaheimi sem ólögleiki fíkniefna hefur fyrst og fremst skapað. Hinsvegar verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á eigin hegðun, að vera háður vissum efnum afsakar ekki að skerða frelsi annarra (t.d. með þjófnaði eða ofbeldi). Mikil glæpastarfsemi hefur einnig skapast í kringum áfengisbönn, enda er það mjög skaðlegt og ávanabindandi fíkniefni sem er frekar löglegt eingöngu vegna menningarlegra ástæðna. Ríkisvaldið hendir mörgum...

Re: Seinfeld

í Gamanþættir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hvaða kynþáttahatur? Eina sem ég hef séð er fullyrðing fjölmiðla um það, engar harðar sannanir.

Re: Svona mun Ground Zero lýta út árið 2012...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
X-Files aðdáandi?

Re: Víglínan?

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ísraelsmenn eru nú ekki á móti Líbönum, þeir eru hinsvegar skiljanlega á móti Hesbollah. Ef að Íranar eru að taka afstöðu gegn Líbanon þá er það líklega vegna þess að þeir styðja fyrst og fremst Hezbollah en ekki þjóðina almennt. Líbanska þjóðin virðist vera að klofna eftir átökin við Ísrael. Þeir sem styðja Hezbollah vilja auka völd þeirra á meðan aðrir vilja helst losna algjörlega við þau.

Re: Einhversstaðar verða vondir að vera...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Evrópuþjóðir voru nú á miklu stríðsflakki t.d. í miðausturlöndum áður en kaninn tók það upp.

Re: Bannað að kyssast i Sundlaugum

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta sem þú ert að lýsa er einfaldlega allt annað. Ert með svo gróft dæmi að það er engan veginn hægt að setja það undir sama hatt og þeir sem almennt eru að sýna maka sínum ástúð á almannafæri.

Re: Bannað að kyssast i Sundlaugum

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Furðulegt samt að þeir sem kvarti yfir þessu séu oft einnig þeir aðilar sem stari mest.

Re: Bannað að kyssast i Sundlaugum

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Horfa þá annað? :)

Re: Bannað að kyssast i Sundlaugum

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ojjj af hverju þarf fólk að leiðast á almannafæri? Hvernig væri að leiðast bara heima hjá ykkur? Þvílík sýndarmennska.

Re: Hraðarhindranir

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
En allt er gott í hófi. Þreytandi götur þar sem þú ferð yfir hraðahindrun á 10 sek fresti.

Re: Einhversstaðar verða vondir að vera...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mjög sniðug aðferð. Viltu frekar hafa herskyldu eins og áður fyrr? Enginn er neyddur til þess að ganga í herinn og það er lykilatriðið. Allir sem skrá sig í herinn verða að gera sér grein fyrir að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að verða sendur á átakasvæði. Í raun ætti kaninn að fá stórt hrós fyrir það að hafa ekki herskyldu. Fullt af þjóðum sem hafa en þá herskyldu á ungu fólki, meðal annars nokkrar Evrópuþjóðir.

Re: Hraðarhindranir

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hraðakstur í íbúðarhverfum hefur reyndar oft kostað fólk lífið.

Re: Hraðarhindranir

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Virðist vera eitthvað hraðahindrana- og hringtorgaæði seinustu árin. En já ég er sammála því að á ýmsum svæðum er allt of mikið af þessu. Man eftir því að þegar ég var í Mk að þá voru svona 4 hraðahindranir í seinustu götunni áður en maður kom að honum. Eru tveir skólar þarna og þeir virðast draga að sér hraðahindranir. En já mætti fækka þeim og auka frekar hraðamælingar lögreglu í íbúðarhverfum.

Re: Yasser Arafat

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er rétt að Sharon hafði nokkra svarta bletti. En hinsvegar var augljóst að hann vildi semja um frið, sérstaklega á hans seinni árum.

Re: Yasser Arafat

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hann vildi aldrei semja um frið, þetta var allt blekking. Sagði eitt, gerði annað.

Re: Yasser Arafat

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hmmm… Rúmlega milljarður manna á móti 7 milljónum. DÖHHH

Re: Takmörkun aksturs..

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Auðvitað. Enda mikil forræðishyggja sem er að ganga yfir Íslendinga. Það sem fólk áttar sig ekki á að þegar maður samþykkir frelsiskerðingar hægri-vintri á öðrum að þá er bara tímaspurning hvenær það bitnar á manni sjálfum. Örugglega margir ungir ökumenn sem að voru fylgjandi að reykingar yrðu bannaðar á kaffihúsum “í almannaþágu”, en um leið og það er eitthvað sem tengist þeim sjálfum að þá brjálast þau auðvitað. Svo verður örugglega á næstu árum bannað vissar matvörur ásamt því að merkja...

Re: matar-verðlækun

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þú þarft að fletta uppi hugtakinu frelsi. Frelsi er ekki að eiga rétt á einhverju vissu (frá ríkinu), heldur einfaldlega að vera laus við ofbeldi og þvinganir frá öðrum. Að matvælamarkaðurinn sé ekki nákvæmlega eins og þú persónulega kýst er ekki frelsisskerðing, hinsvegar ert þú að biðja um frelisskerðingu í nafni þess að auðvelda þér persónulega lífið. Ég vil geta keypt ódýrar vörur, sama hvort þeir séu erlendar eða ræktaðar á vísindastofu. Þinn smekkur réttlætir ekki að þvinga mig eða...

Re: Þökk grætur þurrum tárum...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þannig að þú vilt að þeir hörfi eins og í Víetnam þrátt fyrir að Írösk stjórnvöld kjósi að hafa þá áfram? Furðulegt hvernig kaninn tapar sama hvað hann gerir. Ef hann hefði farið strax eftir að Saddam var steypt af stóli að þá hefðu örugglega flestir gagnrýnt þá fyrir að vera ekki lengur og hjálpa við uppbyggingu, en þegar þeir gera það (læra af Víetnam mistökunum) að þá er snúið þessu við og gagnrýnt þá fyrir að vera of lengi. Finnst eins og þeir sem að voru á móti Íraksstríðinu ættu að sjá...

Re: Þökk grætur þurrum tárum...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Að yfirgefa landið án þess að klára verkefnið. Þeir komast hjá því að svíkja stjórnvöld í Írak með því að vinna með þeim þanga til þau telja sig vera tilbúin í að standa á eigin fótum. Írakar ættu að vera tilbúnir til þess að taka seinasta skrefið og sjá um eigin öryggismál eftir 12-18 mánuði. Því er yrði mjög sorglegt ef kaninn myndi fara nokkrum mánuðum of snemma, slíkt gæti haft mjög neikvæð áhrif á landið næstu árin.

Re: Sorry guys, it was a technical mistake :(

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Því miður þá eru hryðjuverkamenn í Líbanon og Palestínu ekki einangraðir frá almennum borgurum. Það fyrsta sem þeir gera þegar Ísraelsmenn komast á slóð þeirra er að flýja í íbúðarbyggð og kalla þá vonda kallinn eftir átök. En já þeir voru augljóslega að verja sig með því að fara á eftir aðilum sem voru nýbúnir að smyggla vopnum frá Egyptalandi. Slík vopn eru eyrnarmerkt saklausum borgurum í Ísrael, skiljanlega reyna Ísraelsmenn að takmarka slíka starfsemi. Ísraelsmenn hafa miklu meiri...

Re: Þökk grætur þurrum tárum...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Óttast dálítið að demókratar reyni að skilja Írak eftir í rústi eingöngu til þess að geta kennt repúblikum um það næstu árin og grætt á því í pólitíkinni (meðal annars með því að fá forsetaembættið 2008). Hingað til hafa Bandaríkjamenn verið í samvinnu við Írösk stjórnvöld og hafa viljað aðstoða þau í baráttunni við uppreisnarmenn og að byggja upp landið. Núna koma demókratar og krefjast þess að það verði ákveðið einhliða að setja 6 mánaða frest til brottfara. Þeir hafa einmitt gagnrýnt...

Re: Sorry guys, it was a technical mistake :(

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Já hlýtur bara að vera svoleiðis, allavega í augum Íslendinga. Við hötum Ísraelsmenn nefnilega svo rosalega mikið að ekkert annað getur verið inni í myndinni en kalt morð. Annars man ég aldrei eftir því að einhverjir hafi farið út á götur hér á landi og mótmælt skipulögð morð á saklausum Ísraelsmönnum, eða þá að ráðherrar hafi fordæmt slíkt. Umræðan er svo einhliða og þröngsýn að manni verður óglatt að horfa upp á smáborgarahegðun Íslendinga. Fáum bara kick úr því að þykjast vera betri en...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok