Ég er núna oft frekar pirraður þegar ég keyri í skólann. Ástæðan er sú að á Langholtsgötu hafa verið settar upp þrjár hraðarhindranir á seinasta mánuði og er verið að setja aðra upp núna.
Ef að þeir vilji að fólk keyri hægt af hverju ekki breyta hámarkshraðanum úr 50 í 30 því það er ómögulegt að keyra á 50 lengur nema þú sért með mjög góða dempara. Á morgnanna myndast oft teppa því tvær af þessum hindrunum eru á ljósum sem gerir bílferðina tvöfalt lengri en hún var.

Ég vil gjarnan fá að vita af hverju þetta er gert í fyrsta lagi. Voru mömmur að kvarta? Ekki er nefnilega slys algeng, hef aldrei vitað af neinu síðan ég flutti, og ekki nær maður einhverjum þvílíkum hraða ef maður ætlaði að haga sér eins og fáviti.

Svo eitt enn, merkingar hjá vinnusvæðum. Þær eru engar nema ör sem segir þér að þú megir ekki beygja þangað sem bent er.
Aldrei veit maður hvort að má keyra hjá TBR og Glæsibæ því stundum er það opið og stundum ekki.

Þið sem búið á þessu svæði og eru á bíl skilja þetta og vondandi fleiri:/
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”