Það er löngu vitað að frjáls viðskipti myndu hjálpa þessum löndum meira en allir núverandi styrkir til samans. Óháð því hvaða álit þú hefur á UNICEF þá vona ég að þú skoður það mað opnum huga þau jákvæðu áhrif sem frjáls viðskiptaheimur gæti haft á fátækustu löndin.
Þú mátt gera það svo lengi sem ég er ekki þvingaður til að gera það líka. Ekki mitt vandamál ef þig vantar sjálfsstjórn til þess að gera það með frjálsum vilja.
Það er kannski nauðsynlegt að hafa sameiginlega fulltrúa þjóðarinnar. Hafa sömu skilgreiningu á því hvað sé t.d. ofbeldi gagnvart öðrum þegnum og refsilegt. En stýri- og framkvæmdarvald ríkisins er algjörlega ónauðsynlegt og óréttlætanlegt svo lengi sem því er þvingað yfir alla. Þjóðin verður bara að læra að hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér (og auðvitað eigin börnum). Þú verður að athuga að það er hægt að hjálpa öðru fólki án þess að ríkið sé milliliður. Hjálparsamtök og ættingjar gætu...
Hækkun á skatt er alltaf neikvætt í mínum augum, það er ekki réttlæting að lækka annan skatt í staðinn þó að hann sé meiri. Ég mun alveg eiga efni á þessum hækkunum enda drekk ég áfengi hóflega. Hinsvegar er þetta bara prinsippið, það er sorglegt og óréttlætanlegt að yfirvöld séu að stýra þegnum landsins með þessum hætti. Ég er hæfur til þess að ákveða fyrir sjálfan mig hversu mikið áfengi ég drekk og hversu mikinn mat ég borða. Neyslustýring verður aldrei neitt annað í mínum augum en...
Ef stríðinu þeirra er lokið, afhverju fara þeir ekki heim? Af því lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Írak kjósa að hafa þá áfram þanga til þeir taka við öryggismálum að fullu. Þetta er samvinna og því er ekki hægt að kalla landið hertekið lengur. Bandaríkjamenn eru ennþá í Þýskalandi, er það líka hertekið?
Ég var ekki að tala um stríðið sjálft. Umræðan hérna fjallar um ákvörðunina að styðja stríðið, áður en menn vissu hvernig farið yrði að. Hættu að snúa út úr. En já víst þú endilega vilt fara út í stríðið sjálft. Því miður voru það fyrst og fremst Írakar að drepa Íraka bæði fyrir og eftir innrás bandamanna. Hefur mjög lítið með Bandaríkjamenn að gera enda er stríð þeirra í landinu löngu lokið.
Aftur ertu að snúa út úr… Við vorum ekki að tala um Íraksstríðið í heildina heldur hvernig ákvörðunin (ath að ég er að undirstrika orðið í annað skipti) var tekin. Ákvörðunin um stríð var því lýðræðisleg tekin. Lýðræði er ekki endilega jákvæð merking heldur þýðir það einfaldlega þegar meirihluti / fulltrúar meirihlutans taka ákvörðun um eitthvað. Óháð því hvort ákvörðunin hafi jákvæð eða neikvæð áhrif þá er hún samt sem áður lýðræðisleg. Þar sem þú átt örugglega eftir að snúa aftur út úr þá...
Guð minn góður ertu eitthvað seinn í hugsun? ÁKVÖRÐUNIN VAR ÁKVEÐIN Í BNA MEÐ LÝÐRÆÐISLEGUM HÆTTI. Stríð eins og aðrar aðgerðir er hægt að taka með lýðræðislegum hætti. Veistu hvað það er að taka ákvörðun með lýðræðislegum hætti? Óháð því hvort mönnum fannst þetta vera rétt eða röng ákvörðun að þá er það einföld staðreynd að hún var ekki gerð í einræði. Ég var ekki að tala um lýðræði í alþjóðasamfélaginu heldur að lýðræði innan Bna hafi ákveðið að fara í stríðið. Lestu þetta yfir nokkrum...
Gekk bara vel að troða lýðræði upp á þjóðina. Þjóðin augljóslega vildi lýðræði þar sem meirihluti þeirra mættu til kosninga á meðan minnihluti mótmælti. Þjóðernisátökin hafa ekkert með það að gera hvort það sé lýðræði eða ekki í landinu.
Það hefði margt mátt fara betur, það hef ég alltaf viðurkennt. En þetta má segja um öll stríð sama hvort þau hafi verið réttlætanleg eða ekki. Ég hef aldrei heyrt um fullkomið stríð. Lykilatriðið hlýtur að vera hvort það hafi verið réttlætanlegt að steypa stjórn Saddams eða ekki, þar að segja þegar kemur að upprunalegu ákvörðuninni. Hann var einn af verstu einræðisherrum í nútímasögu og mér finnst það meira en nóg óháð því hvort hann hafi haft gjöreyðingarvopn eða ekki einmitt á þessu...
Frakkar, Þjóðverjar, Rússar og Kínverjar voru miklar vinaþjóðir Íraks undir Saddam Hussein. Saddam var snjall kall og tryggði sér valdamiklar vinaþjóðir, sem hefur líklega komið í veg fyrir að SÞ samþykktu aðgerðir í landinu.
Milljónir flúðu Írak undir Saddam/Baath. Milljónir létu lífið vegna beinna(fjöldamorð) og óbeinna áhrifa Saddam/Baath. Sá sem heldur því fram að ástandið sé verra í dag hefur einfaldlega ekki kynnt sér nógu vel það lifandi helvíti sem var undir einræði Saddam Hussein. Í versta falli er það jafn slæmt, en allavega nú með möguleika á breytingum í framtíðinni. Með betri lífsgæðum í Þýskalandi og Japan í dag. Ég spái Írak svipaðri framtíð, bara spurning hversu mörg ár eða áratugi það tekur....
Af hverju ekki bara bæði? Af hverju ekki að byrja á Írak? Ég skil ekki fólk sem vælir yfir því að einni þjóð hafi verið frelsað en krefst svo á sama tíma afskipti af annarri. Írak er í slæmu ástandi að mörgu leiti en hinsvegar hefur landið verið það stanslaust í 35 ár. Þó að fjölmiðlar mjólki nú á fullu neikvæða punkta um landið að þá þýðir það alls ekki að það sé endilega verra en undir Saddam Hussein. Eins og einhver sagði þá eru stjórnvöld sem betur fer ekki lengur hluti af vandanum, núna...
Ákveðið með lýðræðislegum hætti innan Bandaríkjanna að fara í þetta stríð. Bush gat ekki tekið ákvörðunina einn á báti enda er hann ekki einræðisherra.
Það má alltaf deila um geðheilsu einstaklinga. Hinsvegar er það einföld staðreynd að Bush er ekki einræðisherra. Stríðið í Írak var ákveðið með lýðræðislegum hætti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..