Seinfeld Þar sem mér fannst vanta umræðuefni hérna, ætla ég að skrifa stutta grein um Seinfeld þættina sem ég hef verið að horfa á frá byrjun núna og er komin upp í 6 seríu. Ætla aðeins að segja hvað mér finnst um karektarena.

Jerry Seinfeld: Mér finnst hann í rauninni lélegasti leikarinn af þeim. Hann er svo oft að svona hálfbrosa einhvernvegin. Hann er samt ágætis karekter, en hann stendur engan vegin uppúr á neinn hátt, nema hvað hann er með skemmtilegt standup.

Elaine Benes: Já, hún er voðalega skemmtilegur karakter. Hefur það skemmtilega einkenni að ýta fólki alltaf þegar hún heldur að það sé að stríða sér (held það sé þessvegna). Hún stendur samt ekki uppúr, fátt hægt að segja um hana einhvernvegin.

George Costanza: Litli, feiti, sköllótti, níski kallinn. Mér finnst hann rosalega skemmtilegur. Alltaf roosalega neyðarlegur þar sem hann er eitthvað að date-a stelpur með neyðarlegum og hallærislegum aðferðum.

Cosmo Kramer: Hann er beestur! Snilldar karakter, þar sem hann er atvinnulaus (nema svona staka sinnum með stuttar vinnur), og á samt íbúð, fær allar fallegu konurnar og dettur allskonar lélegar hugmyndir í hug. Samt pirrandi að hann var orðin svo vinsæll að það var farið að klappa fyrir honum hvert sinn sem hann labbaði inn. Afhverju í óskupunum var það? :/

Svo eru þónokkrar aukapersónur sem eru góðar eða slæmar. Newman kemur mjög oft við sögu, sem svikuli bréfberinn, en af einhverri ástæðu fer hann voðalega í taugarnar á mér (bara mín skoðun á því). Svo eru auðvitað foreldra George og Seinfeld og mamma Kramer (hef ekki séð fleiri).
Ég hef ekki horft oft á þetta eða neitt, og er engin ofurfan af þessum þáttum. Þótt þetta séu mjög góðir þættir, finnst mér margir aðrir þættir myn fyndnari, bara á annan veg.
Svo er umræðan, hvað finnst ykkur um þessa þætti, sem eru um ekki neitt? Þið leiðréttið mig svo bara ef eitthvað af þessu er vitlaust eða eitthvað.

-Endla
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”