Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skuggi85
skuggi85 Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
3.796 stig

Re: Lungun okkar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Til kl 16 í mesta lagi.

Re: Flugeldar

í Hugi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Björgunarsveitirnar eru með hátt verð, enda á þetta að vera gott málefni og allt það. Aðrir aðilar auglýsa sig sem “Ódýra flugelda” og eru það flestir. Man eftir því að fyrsta árið sem aðrir byrjuðu að selja að þá var alveg helmingis munur, getur vel verið að það sé búið að jafnast út í dag en ég held samt að björgunarsveitirnar séu dýrastar. Var í fréttunum í fyrra staður í Kópavoginum þar sem “flugeldafíklarnir” voru að gera stórkaup. Ég keypti sjálfur þar og það kom mér mjög á óvart að...

Re: Áramótaheit

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Kannski bara strax á djamminu eftir miðnæti? ;)

Re: Áramótaheit

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Áramótaheitið mitt er að bæta 300.000 inn á landsbókina mína (er með 800.000 inni núna) enda stefni ég á íbúðarkaup sumarið 2007.

Re: hvað gerðuð þið merkilegt á þessu ári??

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Held að ég var að vinna í nokkra mánuði í byrjun ársins. Annars er maður bara búinn að vera frekar latur sko :/

Re: Lungun okkar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að það sé alveg örugglega búið að sanna að hinar ýmsu bylgjur í nútímaþjóðfélagi hafi áhrif á fjölda krabbameina. Þá er frekar erfitt að benda á einn hlut heldur erum við að tala um heildarmyndina. Slíkar ósýnilegar bylgjur eru óteljandi og ná út um allt í nútíma þéttbýlum, að banna einn hlut breytir því ekki. Allt frá útvarpstíðni, loftnetatíðni, rafmagnstíðni (þó að það sé haft vissa öryggisfjarlægð á byggð frá lykilstöðum þá hefur það alltaf áhrif samt sem áður). Hversu langt...

Re: Lungun okkar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það er erfitt að slaka á þegar það er byrjað umræðu með því að draga upp bann-orðið mikla. Jafnvel þó það var bara vangavelta þá tel ég óæskilegt að byrja að tala um slíkt. Eins og ég sagði þá gætum við alveg eins bannað allar þeir loftbylgjur sem eru óteljandi á höfuðborgarsvæðinu, en slíkar bylgjur eiga víst að auka líkur á krabbameini. Það er fleira en bara svifrik sem spilar inn í verra umhverfi þéttbýlis.

Re: Lungun okkar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Á meðan ríkið sér um vegakerfið geta þeir alveg eins þrifið það almennilega. Ég vil ekki heldur að það sé skorið niður í heilbrigðisgeiranum vegna þess að ríkið rekur hann einnig. Maður hefur alltaf valmöguleika. Ef þú vilt atvinnuöryggi frekar en hreinna loft þá er það þitt val. En af hverju vilt þú frekar banna hluti heldur en að hreinsa göturnar betur? Bann-æðið mikla?

Re: Lungun okkar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ertu annars alveg viss með hlutfallið? Þetta þýðir að tugir manna deyi árlega á Íslandi vegna mengunar. Fleiri en t.d. vegna áfengis eða sjálfsmorða, væri ekki búið að fjalla dálítið meira um þetta?

Re: Frjálsræðið.

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég treysti ekki ríkinu fyrir helbrigði mínu og vil fá endurgreidda skatta til þess að borga einkaaðilum. Vona að þú sért ekki á móti því, nema tilgangurinn sé kannski að fá alla til að borga undir eigin hugsjónir?

Re: Unnur Birna miss world 2005?!?!?!?!?!

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Besta sem hægt er að gera þegar maður snýr honum við er að halda sér vakandi og fara kl 22 í rúmið kvöldið eftir. Hef meira að segja gert þetta stundum eftir djammið á laugardögum að halda mér vakandi og fara snemma að sofa á sunnudagskvöldi, allavega þegar maður djammar til morguns/hádegis. Fá sér bara eitthvað örvandi til að meika það.

Re: Kofi Annan sýnir sitt rétta andlit...

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég sagði aldrei að verkefnið var slæmt. Heldur það að minnihluti þeirra skiluðu sér til almennra Íraka. Landið var nánast lyfjalaust fyrir innrásina.

Re: Þú Gerir Þín Eigin Örlög - Inngangur

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jú ég held að við séum að finna hérna milliveg ólíkra aðferða. En jú ég skil núna hvert þú ert að fara og ég held að ég sé bara að mestu sammála þér. En maður þarf bara að passa sig smá og vera ekki of fastur í flokkunum. Öryrkjar alveg eins og geðfatlaðir eru ýmsir ólíkir einstaklingar með mismunandi alvarleg vandamál, og jafnvel þeir sem ekki hafa vandamál en vilja fara auðveldu leiðina í gegnum lífið. Sjúkdómsvæðing og öryrkjavæðing (sumir kalla það aumingjavæðingu) er auðvitað ekki af...

Re: Frjálsræðið.

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þá mátt þú setja slíka peninga í forræðishyggjusjóð. Ég vil ekki láta mína peninga undir þessa hugsjón þína. Ég persónulega vill fá betri þjónustu í einkageira, sérstaklega þegar kemur að mikilvægum hlutum eins og menntun eða heilbrigðisþjónustu. Þú virðist vera í meirihlutanum sem telur að fólk sé eingöngu að láta lífið á hinni hliðinni. Það eru margir ókostir í ríkisheilbrigðiskerfum og meira að segja sumir sem kosta fólk lífið. Hér á Íslandi er sent fólk heim til sín 2 dögum eftir...

Re: Kofi Annan sýnir sitt rétta andlit...

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sá sem kemur með hugmynd ber enga ábyrgð, held að þetta gildir næstum því á öllum sviðum og um allan heim. Sameinuðu Þjóðirnar samþykktu einróma þá ákvörðun að setja viðskiptabann á Írak. Hvort sem Bandaríkjamenn þrýstu á það eða ekki þá var það ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna að gera slíkt. Svo voru það Sameinuðu Þjóðirnar sem samþykktu olíuverkefnið í þeim eina tilgangi að auka aðgengi Íraka að mat og lyfjum. Nú tala Sameinuðu Þjóðirnar eins og þetta hafi verið eitthvap leyndamál innan Íraks...

Re: Frjálsræðið.

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Á meðan foreldrar eru ekki að svipta ungmenni sín frelsis þegar kemur að almennum mannréttindum. T.d. að vera laus við kúgun, ofbeldi, nauðganir, morð… Þá já á ekki að vera að svipta foreldra forræði hægri vinstri eftir mat frá einhverjum sérfræðingum. Það er bara köld staðreynd að sumir fá betra líf en aðrir eftir því hvert þeir fæðast. Ég er ekki stuðningsmaður þess að foreldrar ali upp börnin sín illa eða komi illa fram við þau. En veistu já þó að sumum finnst það kannski slæmt uppeldi að...

Re: launahækkun alþingismanna

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 6 mánuðum
forstjórar fyrirtækja geta orðið það miklir að það er ekki hægt að eltast við þá mikið lengur Enda var ég að tala um í prósentum en ekki að alþingismenn ættu að hafa sömu laun. En ég veit alveg að einstaklingar í einkageiranum eru að fá margfalt hærri laun en t.d. forsetinn, því verður eðlilega ekki breytt. En það er alveg jafn óeðlilegt að ætlast til þess að forsætisráðherra sé á leiksskólalaunum. og nánast allir leikskólakennarar þurfa að sækja til mæðrastyrksnefndar um jólin. Röng...

Re: Lungun okkar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Er mikið um að fólk skaðist af slíkum mengunum utan höfuðborgarinnar? Þú kýst að búa á höfuðborgarsvæðinu og það hefur sína galla, meðal annars aukna mengun en t.d. í þorpum. Að banna eitthvað er yfirleitt ekki sniðugt, oft fer það bara hringrás og veldur skaða á öðrum sviðum eða jafnvel því sama. Er ekki bara málið að taka meira gjald fyrir þá sem eru á naggladekkjum? Nú borgar maður visst gjald fyrir vegakerfið í hvert skipti sem maður kaupir bensín, er virkilega sanngjarnt að sá sem er á...

Re: Kofi Annan sýnir sitt rétta andlit...

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Það skiptir engu máli í sjálfu sér að hann missti sig. Heldur að hann tekur ekki ábyrgð á olíuhneykslinu og reiðist þegar hann fær viðkvæmar spurningar.

Re: The joy of Pepsi

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 6 mánuðum
ekki beint. En Coka Cola ber aðallega ábyrgðina á því að rauði og feiti ljólasveinninn náði vinsældum um allan heim.

Re: Þú Gerir Þín Eigin Örlög - Inngangur

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég verð greinilega bara að sætta mig við það að meirihlutinn getur ekki skilið þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma, enda sér maður þá ekki áberandi fyrir framan sig eins og líkamlega fötlun. Núna upprunalega var ég einmitt að mæla gegn því að konan fái að vera heima það sem eftir er á bótum, enda hefur það slæm áhrif á þunglynda að fá allt í hendurnar og hafa ekki daglega rútínu. En hægt er að hafa slíkar skoðanir án þess að vera að gera lítið úr þunglyndi. Þú verður að athuga það líka að flestir...

Re: launahækkun alþingismanna

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þetta lið fékk ekki að ákveða launin sín. Annars er það skiljanlegt enda á að bera laun alþingismanna frekar saman við laun forstjóra fyrirtækja en almennra borgara. Það þarf að hafa góð laun í þessum stöðum.

Re: Footballers Wives lokaþáttur

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Tanya var einmitt sú persóna sem hélt þessum þáttum uppi, frábært að hún sé að koma aftur (ég reyndar missti af því af hverju hún fór :S)

Re: The joy of Pepsi

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Coke eru líka með sveinka, ósanngjarnt. :/

Re: Mest seldu plöturnar?

í Tilveran fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Eða litlir strákar, Eminem er þarna líka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok