Um daginn sýndi rannsókn á vegum WHO (alþjóðaheilbrigðismála stofnunarinnar) fram á að bensínmengun ylli helmingi fleiri dauðsföllum heldur en bílslys. Það er sláandi staðreynd. Við á Íslandi eyðum mikið í hraðaforvarnir en ekkert hefur verið gert þótt að svifryksmengun hafi farið yfir hættumörk.
Greinarhöfundur tekur fram að hann er engin sérstakur fræðingur í þessu. T.d. veit ég ekki neitt um svifryk annað en að það sé afleiðing bílamengunnar og slæmt fyrir lungun á okkur öllum.
Öll 49 afríkuríkin sunnan við Sahara verða á blýbensíns við lok ársins 2005. Þau eiga að heita vanþróuð miðað við okkur. Hvernig væri að Ísland myndi gera eins og BNA og meirihluta ríkja heimsins og banna blýbensín? Mér finnst það ekki brot á persónulegum réttindum fólks, jafnvel á frjálshyggjulegan mælikvarða því að ólíkt t.d. reykingum innandyra sem hægt er að forðast. (Reykingar utandyra hafa ekki mikil áhrif á andrúmsloftið svo ég viti til). Fólk sem notar blýbensín veldur því að lungun á okkur öllum verða verri og við getum ekkert gert til að hindra það. Því eru þetta árás á frelsi þeirra sem anda.

En hvað finnst ykkur?