Hvert stefnir hið íslenska ríki?

Nú er verið að tala um að einkavæða ríkis(almennings)útvarpið í nokkrum stigum.
Leyfi áfengis undir 20% í matvöruverslunum auk þess að afnema áfengisskatt og lækkka aldurinn niður í 18 ár.

Og á meðan er búið að einkavæði síman og bankana auk þess að þannig séð er búið að einkavæða póstinn.

Hvað verður rædd um næst? Einkavæðing á öllu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðing Lögreglunar? Einkavæðing Seðlabankans? Einkavæðing dómstóla?

Ég er farinn að halda að ríkisstjórnarflokkarnir séu að hugsa til framtíðar þannig að þeir byrja á að hækka launin sín sem þeir eru þegar búnir að gera, minnka svo vinnuna við sig þar að segja að nú er þingið á þessu tímabili mun minna en hefur verið, færri dagar í þinginu.

Svo ég spyr hvað er frjálsræði? Og þá er líka hægt að tala um heit mál eins og Baugur í því samhengi og Jón Ólafsson.

Hvernær ætla stjórnmálamenn að skilja það að almenningur fer eftir lögum sem þeir segja og þessi lög eiga að vernda okkur fyrir öðrum sem og okkur sjálfum.

Ég segi því ég vona að stjórnmálamenn hugsi því um sína ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu en ekki síns eigin og þá er best að nota dæmi eins og áfengisauglýsingabannið með áfengi sem er yfir 2,5% sem er alls ekki virt í dag en viðurlög við því eru fjársektir eða fangelsi allt að 5 árum en ekkert mál hefur verið skoðað en þessi lög voru sett til að vera okkur gagnvart áróðri áfengis sem er löglegur vímugjafi sá eini.

p.s. ég er orðin hundleiður á þessari frjálsræðisumræðu :)