Maður á að nota tækifærið þegar maður sér eftir að hafa byrjað og hætta snemma. Sá sem er á fyrsta ári er ekki kominn með vanann djúpt í persónuleikann og í raun er það bara nikótínþörfin sem þarf að komast yfir, sem er vel hægt með nikótínvörum. Ég prófaði tyggjóið og það dugaði í viku þanga til ég sprakk, í annari tilraun þá prófaði ég nefúða sem mér fannst persónulega vera meira “kick” eins og að fá sér sígarettu. Skammtaði niður u.þ.b. hversu mörg skot ég mátti fá mér og skammtaði það...