Blessuð.
Ég byrjaði að reykja í byrjun síðasta sumars. Þetta byrjaði allt þegar vinur minn byrjaði að reykja en ég var hundfúll út í hann á tíma bili og sagði honum að hætta þessu og ekki reykja fyrir framan mig.
en svo með tímanum hætti ég að nenna því og sætti mig bara við þetta. svo fór ég að fikta og þegar skólinn byrjaði fór ég að reykja daglega, kannski 2 til 3 á dag og hefur farip upp í að mesta lagi 4 - 6 en bara einstaka sinnum.

En svo gerist það mögulega það versta sem hefur gerst í lífi mínu. Bróðir pabba dó soldið eftir að skólinn byrjaði út af reykingum. og þar sem sonur hans er ævi langur vinur minn var þetta mjög erfitt fyrir mig og sérstaklega hann.
eftir þetta hætti ég að reykja í svona mánuð. en gafst svo upp og mér til skammar byrjaði ég aftur. svo mikill aumingi er ég.

núna fyrir nokkrum dögum kem ég heim og eldri bróðir minn er einn heima. hann sínir mér sígarettu pakka sem hann fann inn í herberginu mínu ræðir við mig um þetta. hann vill að ég segi mömmu eða pabba frá þessu (ég hef valið að tala við pabba minn frekar þar sem hann reykjir sjálfur og fá hann til að segja mömmu) og ef ég segi þeim þetta ekki segir bróðir minn þeim frá.
ég hef þangað til í næstu viku til að segja þeim en vill fyrst finna eithvern hóp/félag sem getur hjálpað mér að hætta að reykja, því þá verður kannski auðveldara að segja þeim frá þessu ef þau sjá að ég ætla virkilega að hætta.

mér langar að vita hvort þið vitið um eithver svona félög því ég hef nokkru sinnum reynt að hætta en það hefur gengið misvel.

ég mæli alls ekki með reykingum. þetta dregur úr líkamlegu þoli og kostar allt of mikið. þetta á alltaf eftir að komast upp sama hvað þið reynið. ég þekki það af reynslu og flestir af mínum vinum sem reykja hefur þetta komist upp.

og ekki halda að þið séuð eithvað sérstök og að það komist ekki upp um ykkur eða þið verði ekkert veik út af reykingum.
ég veit þetta því ég hugsaði svona sjálfur.