Æsirnir höfðu oft gaman af því að skjóta af bogum, höggva í hann Baldur vitandi það að ekkert gæti skaðað hann. Loki, lorturinn sá vissi að Frigg hafði ekki krafið mistilteininn um að skaða ekki Baldur. Svo hann fékk blindann mann til að skjóta á Baldur með ör og mistiltein á. Örin flaug og Baldur datt dauður niður. Sá sem skaut var drepinn en Loki tekinn og bundinn undir eitursnák og eitur hans látið drjúpa á enni Loka. Baldur var myrtur og fór því til Hel. Nú man ég ekki nafnið á dvergnum...