Ok ég hef kannski ekki verið með mörgum stelpum en…..

það voru allavegna tvær sem ég var virkilega hrifinn af og gerði allt fyrir þær.
Þær fengu að hafa bílinn, ég hélt þeim uppi á meðan þær voru í skólanum,tók þær vel fram yfir vini mína og þeir voru ekki sáttir með það, bauð þeim út að borða og allskonar svoleiðis sem maður gerir þegar maður er í sambandi og allt þar fram eftir götunum (nenni ekki að telja allt svona sambands stúss upp sem allir þekkja). Og þær sýndu það sama til baka, og allt leit út fyrir að vera að virka, þær sýndu báðar mikla ást til mín og stundum gat maður ekki án þeirra verið og öfugt.
Og ég hélt að ég væri að gera allt rétt, þangað til að ég kom að annari þeirra halda framhjá mér heima hjá mér, og sú seinni setti hjartað mitt í bréfatætara.
Aldrei hefur mér liðið eins ílla og eftir þessi tvö skipti. Og það lá við að ég sór þess eið að aldrei skyldi ég elska stelpu aftur ef þetta eru afleiðingar þess.

En síðan hef ég verið með nokkrum öðrum stelpum sem ég hef ekki verið næstum jafn hrifinn af ekki komið næstum því jafn vel fram við þær og þá fyrst er það eins og ég sé ómissandi.
Eins og því ver sem ég kem fram við stelpu (ekki neitt rugl sko) því meira eru þær hrifnar af mér.

Ef éf hefði hætt að vera svona góður við stelpurnar sem ég var virkilega hrifinn af (og þær voru hrifnar til baka og sýndu það), hefðu þær þá “viljað” mig meira, og ekki komið svona ílla fram við mig ef ég hefði verið svolítið “vondur” við þær?