Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hinn fullkomni "Pólverji"?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég á við að kjörin sem mörgu erlendu verkafólki eru boðin eru ekki mikið betri en þræla, það er sumsé launaþrælar. Ég tel mikilvægt að erlednu fólki sé tryggður greiður aðgangur að íslenskukennslum, áður en farið er að væla yfir að “þetta fólk geti ekki lært íslensku”. Margir af þeim vælurum mega líka líta sér nær, hvað eru þeir að gera til að hjálpa fólkinu? Hversu mikið sósíalísera þeir við það, hversu mikið reyna þeir að rjúfa einangrun fólksins og reyna að kenna þeim málið sem eiga í...

Re: Hinn fullkomni "Pólverji"?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég spyr, hverja á að sakfella? Verkamenn, sem oft koma frá jafnvel enn bágari kjörum, sem er boðin vinna ólöglega, og þiggja hana, eða fyrirtækin sem bjóða þeim vinnu ólöglega, nýta sér eymd þeirra með því að bjóða þeim laun sem eru miklu lægri en Íslendingar myndu almennt sætta sig við og oft verri aðbúnað einnig, og verkafólkið lætur yfir sig ganga, því þier eiga ekki úr miklu að velja? Hverjir eru það sem eru að “hafa vinnuna af Íslendingum”? Eru það launaþrælarnir eða eru það þeir sem...

Re: Enn og aftur Palestína og Ísrael...

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
*al-Shanti.

Re: Enn og aftur Palestína og Ísrael...

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ísraelsher hefur ekki fastasetu á Gaza en ræður í raun öllu þar, Gaza er í reynd eins og eitt stórt fangelsi. Til frekari glöggvunar bendi ég á gott Q & A sem ísraelsku friðarhreyfingarnar Coalition of Women for Peace; Gush Shalom; Hadash; Anarchists Against the Wall; The High School Seniors Letter; Taayush; Yesh Gvul; ICAHD og The Students Coalition - Tel Aviv hafa tekið saman um núverandi ástand á Gaza, slóðin er hér: http://www.scoop.co.nz/stories/WO0611/S00230.htm Einnig mæli ég með að...

Re: Enn og aftur Palestína og Ísrael...

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Til að þurfa síður að endurtaka mig, þar eð ég var búinn að tjá mig um þetta mál í öðrum umræðum hér á síðunni, þá kópíera ég einfaldlega það helsta sem ég hafði til málana að leggja og paste-a það hér, þetta var í umræðunni “Sorry guys, it was a technical mistake”: Ef her varpar flugsprengjum á íbúðarhverfi þá veit hann um leið að það er óumflýjanlegt að það muni kosta marga saklausa borgara lífið og valda eftirlifandi þjáningum, hvað þá á jafn þéttbýlu svæði. Í besta falli er herinn ekkert...

Re: Enn og aftur Palestína og Ísrael...

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég kannast ekki við að við höfum kallað fjöldamorðin í Beit Hanoun þjóðarmorð. Það er alls ekki það sama. “Fjöldamorð” er orðið sem við notuðum, “Stríðsglæpur” er líka viðeigandi hugtak. Við stöndum við þau orð.

Re: Sorry guys, it was a technical mistake :(

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
*hernumda þjóð og hernámsveldið að jöfnu.

Re: Sorry guys, it was a technical mistake :(

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Á meðan vopnaðar hreyfingar Palestínumanna hafa vissulega varpað eldflaugum hefur 480 flaugum verið varpað milli júní og nóvember 2006, og hefur alls sært 17 ísraela. Á sama tíma hafa árásir hersins á Gaza kostað 360 palestínumenn lífið, frá því að Gilead Shalit var tekinn til fanga. Helmingur þeirra voru borgarar, þar á meðal 80 börn og 800 palestínumenn hafa særst. herinn hefur valdið gífurlegri eyðileggingu, varpað sprengjum á raforkuver og vantsskortur ríkir einnig af þessum völdum....

Re: Sorry guys, it was a technical mistake :(

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Áttu við að Ísraelar eigi rétt á að verja sig? Sé svo, hvernig í andskotanum er það að verja sig, að varpa sprengjum á íbúðarþorp og myrða 18 saklausa borgara?

Re: Sorry guys, it was a technical mistake :(

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ef her varpar flugsprengjum á íbúðarhverfi þá veit hann um leið að það er óumflýjanlegt að það muni kosta marga saklausa borgara lífið og valda eftirlifandi þjáningum, hvað þá á jafn þéttbýlu svæði. Í besta falli er herinn ekkert fremur að reyna að drepa þá, en afleiðingarnar eru þær sömu en hernum er nógu sama til að vera tilbúinn að færa þennan fónarkostnað.

Re: Síðustu orð

í Húmor fyrir 17 árum, 6 mánuðum
*þótt skúr á þig falli Mín mistök.

Re: Síðustu orð

í Húmor fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hehe. Gaman að þessu. Annars held ég að sé fátt flottara en að kveða dýra vísu áður en maður fellur. Er þá vísa Þóris jökuls í Sturlungu sérlega eftirminnileg, þegar á að höggva hann: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa. Kostaðu hug að herða, hér muntu lífið verða. Skafl beygjattu, skalli þó skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hver deyja.

Re: Yasser Arafat

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það virðist líka litlu skipta lengur hvort aðilarnir gera árásir á borgara eða hermenn til að fá annaðhvort hryðujuverkastimpilinn eða vera tilaðir “herskáir vígamenn”. Fær maður ekki nokkurn veginn sömu mynd í hugann? Maður heyrir aldrei talað um herskáa hermenn og þeir eru aldrei tilaðir vígamenn, þó það sé nú eiginlega í hlutarins eðli. Og að sjálfsögðu er sjáldnast talið um hryðjuverk þegar herinn drepur saklausa borgara. Gjarnan er talað um “slys” eða “collateral damage”.

Re: Israel

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
"Úps, klaufar gátum við verið! Einungis einn af öflugustu herjum í heimi, útbúinn háþróuðustu nútímavopnum. Úff, ég veit ekki einu sinni hvers vegna ég er að svara svona vitleysu….

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Löndin voru hertekin í Sex-daga stríðinu 1967. Ef þú meinar að Ísraelsher hafi bakkað frá Gaza, þá er vissulega herinn ekki með fastasetu þar lengur, en hann ræður þó enn lögum og lofum í reynd, Gaza er umsetin og árásir halda áfram. Mér þykir annars tilvalið að benda þér á ágætis Q & A sem ýmis ísraelsk friðarsamtök tóku saman um ástandið. Raunar fékk ég það bara sent sem e-mail, þar sem ég er á póstlista. Er eitthvað e-mail sem ég mæti senda þér greinina á? Jameela al-Shanti, þingkona...

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Skilgreiningin er vissulega dálítið flókin, alla vega ef maður ætlar að lýsa henni í stuttu máli. vísa ég því aftur í wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Self-determination hér er svo aftur frá Sameinuðu þjóðunum http://www.webcom.com/hrin/parker/selfdet.html http://www.unhchr.ch/tbs/doc.nsf/0/dc598941c9e68a1a8025651e004d31d0?Opendocument http://www.un.org/News/Press/docs/2005/gashc3840.doc.htm Vona að þetta komi að gagni. Njóttu heill Kær kveðja rumputuski

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég dreg þá orð mín til baka og bið þig velvirðingar. En ég fann betri vef um málefni Palestínu, þetta er af vef Sameinuðu þjóðanna http://www.un.org/Depts/dpa/ngo/history.html Njóttu vel.

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Nei, þú getur líka gert þig að fífli ef þú ert að tjá þig um hluti sem þú hefur ekki kynnt þér almennilega. En þú getur t.d. byrjað á að lesa þér smá til á wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Israeli-occupied_territories. “Eitthvað sem er ekki til”. Palestína er til, þó rétt að hún hafi aldrei öðlast fullt sjálfstæði, palestínumenn líka, og líta á sig sem slíka. Styður þú annars ekki sjálfsákvörðunarrétt þjóða?

Re: Árni Johnsen

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Er þá fokið í flest skjól. ;)

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ef þú veist ekki einu sinni af hernámi Ísraels, skaltu kynna þér málin áður en þú gerir þig að fífli.

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvað ertu að rugla?

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Munurinn er sá að annað barnið hefur hernaðarmaskínu, útbúin nýjustu vopnum og styrkt af Vesturveldum á meðan undirokaða barnið hefur Quassam-eldflaugar og sjálfsmorðsárásir og er fjársvelt og einangrað. Eilítið ólíku saman að jafna.

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það verður enginn friður grundvallaður á réttlæti fyrr en hernáminu lýkur.

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Pólítísk rétthugsun að vera á móti ólögmætu hernámi? Heyr á endemi! Þér að segja er múrinn ekki aðskilnaðarmúr. Hann væri það kannski ef hann væri byggður á grænu línunni, sem er ekki. Hann gengur út á að innlima hernumið land og hernema fleiri svæði. Ef þú vilt frekari útskýringu, geturðu fræðst um múrinn hér: http://www.gush-shalom.org/media/seperationmap_eng.swf Hér má einnig sjá kort af múrnum: http://www.gush-shalom.org/thewall/images/map_big_eng.gif Þessi vika er alþjóðleg baráttuvika...

Re: Friður?

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Góður punktur sem Ísraeli nokkur kom með í myndasögu (graphic novel) Joe Sacco, Palestine, en hana ritaði Sacco um dvöl sína á hernumdu svæðunum. Þar sagði hann: “Umtimately, I don't think peace is about whether there should be one state or two. Of course that issue is important, but what is the point of two racist states or one racist state… dominating the other? The point is whether the two peoples can live side by side as equals.” Annars er óhætt að mæla með Palestine. hún fæst í Nexus.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok