Undanfarið hef ég orðið var við það að fólk er að fordæma Ísrael meira og meira. Nýlegt dæmi er gagnárásin á Beit Hanoun.
Vissulega hörmulegur atburður og ber að taka alvarlega!
En hinsvegar hefur lítið borið á gagnrýni á Hamas..
Eftir því sem ég kemst næst er Hamas enn að berjast gegn ísrael þrátt fyrir að Ísrael hafi dregið sig nær alveg frá Gaza hafa Hamas og ríkisstjórn þeirra ekkert gert til að draga úr spennu! Nær daglega er Qassam heimagerðum eldflaugum skotið á Ísrael. og ég nenni ekki að fara út í málið með hermennina sem var rænt. Allavegana að gagnrýna Ísrael fyrir að reyna að vernda borgara sína er fáránlegt… Hins vegar í ljósi árásarinnar á Beit Hanoun er verið að gera ítarlega rannsókn og skoða hvað fór úrskeiðis!
Hamas og ríkisstjórn þeirra er að hvetja til og fjármagna hryðjuverk, auk þess að taktík þeirra að fela sig bak við almenna borgara í palestínu er siðlaus vegna þess að þeir vita að Ísraelsher mun svara! hvort er verra..? Mennirnir sem skjóta flaugunum og gera það bak við konur og börn og flýja svo áður en svar berst! eða mennirnir sem eru að reyna að uppræta ógn við þjóð sína með miður góðum afleiðingum!
Auk þess… Í mótmælum félagsins ísland palestína
segja þeir að þetta sé þjóðarmorð! hvað kallast það sem Hamas er að gera? vörn? árásir Hamasliða eru einungis til þess gerðar að myrða fólk og börn í Ísrael! Fyrsta skrefið til friðar er að koma Hamas burt frá völdum! Held nú að flestir geti samþykkt það…
“ In the absence of orders go find the enemy and kill them!” Gen. Erwin Rommel[