Ég er nokkuð seinn að svara, en ég er í enskum bókmenntum í Háskóla Íslands, hef verið að lesa rómantísku skáldin og er yfir mig hrifinn. Hafði áður lesið Blake og Coleridge í menntaskóla. Við lásum Blake, Burns, Wordsworth, Coleridge Shellley, Byron lávarð og Keats. Sannarlega snillingar. Var einmitt í prófi úr þeim í gær og tel óhætt að segja að mér hafi gengið vel. :) Ég er alltaf maður í skemmtilegar umræður um bókmenntir, ljóð og skáld.