Einsog flestir vita þá kom Stairway To Heaven út á plötuni Led Zeppelin IV eða Zoso. En þessi grein er um hvað þetta með Stairway To Heaven er mikil edemis þvæla, “afturábak” skilaboð(sem getur svosem vel verið) og að þeir séu djöfladýrkendur(það er kjaftæði). Þessi grein fjallar einmitt um þetta og ég ætla að halda fullt af hlutum fram sem allir eru ekki endilega sammála. Muniði að þetta er allt mitt álit.

Að segja að Jimmy Page sé djöfladýrkandi er kjaftæði. Hann var reyndar aðdáandi Alistair McCrowley. Hann keypti lóðina sem Alistair McCrowley skrifaði Djöflabiblíuna. En ekki segir það einum einasta manni hvort Jimmy Page sé djöfladýrkandi. Zeppelin, hljómsveitin sem heild, átti að hafa gert samning við djöfulin um frægð og frama. Þetta er mesta kjaftæði sem ég hef nokkurn tíman á æfi minni heyrt. Reyndar áttu allir nema John Paul Jones að hafa tekið þátt í þessum samning.

Led Zeppelin fylgdi alltaf mikil dulhyggja. Tónlistin var stundum dularfull. Og áhrif frá Keltneskri þjóðlagatónlist heyrðist stundum. Jimmy Page hafði líka mikin áhuga á Keltneskri Galdratrú og Svartagaldri. Þetta þýðir alls ekki að hann hafi stundað svarta galdur eða fórnir. Jimmy Page átti líka bókabúð sem seldir dulrænar bókmenntir.

Alistair McCrowley hafði mjög mikil áhrif á nútíma satanisma og skrifaði líka bók um nútíma stanisma, einsog fram kom áður. Eftir að Jimmy Page keypti landareign Crowley's við Loss Ness vatnið fóru “undarlegir” hlutir að gerast. Robert Plant lenti tildæmis í bílslysi þegar tökur á plötuni Physical Graffiti voru í gangi(ég held það hafi verið við tökur á Physical Graffiti, ekki alveg viss). Sonur Robert Plant's dó. Og svo dó John Bonham árið 1980. Bonham kafnaði í eigin ælu og það er ekki neitt dularfullur dauðdagi. Bon Scott kafnaði líka í eigin ælu og þó svo báðir þessir aðilar hafi verið með Satan á heilanum, var það bara hvað Textar þungarokkssveita fjölluðu um í þá daga. Reyndar þarf ég að viðurkenna að Bonham virðist ekki vera með Satan á heilanum, en Scott var aðal textahöfundur AC/DC og samdi lög á borð við Highway To Hell og Hell Ain't A Bad Place To Be. En John Bonham lést á heimili Page, sem var fyrrum heimili Crowley's. Að mínu mati eru slysin bara tilviljanir.

Núætla ég að fara í Stairway To Heaven. Það er sagt að ef maður spilar “If There A Bustle In Your Hedgegrow” partin aftur á bak, komu skilaboð sem ákalla Satan. Kannski er það satt. Reyndar verð ég að segja eitt, Stairway To Heaven afturábak var það sem kynnti mig fyrir Zeppelin, Þetta varð til þess að ég fór að hlusta á Stairway To Heaven lagið.

En Stairway To Heaven virkar afturábak, ég hef prófað það. Meðlimir Led Zeppelin hafa aldrei neitað þessu en heldur aldrei Játað. Þó svo að Jimmy Page hafi haft áhuga á Keltneskum svarta galdri, satanisma og dulrænum bókmenntum hafi hann aldrei stundað neitt af þessu. Robert Plant er skráður fyrir Stairway To Heaven líka, samt er bara alltaf að tala um að Page sé Satanisti. Með Stairway To Heaven held ég einfaldlega að Zeppelin hafi bara að vera að gera þetta að gamni sínu til þess að leika sér aðeins með hlustendur. Einsog Beatles gerðu með Paul McCartney, og sögðu að hann væri dauður og gáfu skýr skilaboð um það í lögum sínum til gamans.

Ég held að engin meðlimur Zeppelin sé djöfladýrkandi. Svosem þó að þeir væru það eru þeir fyrir það góðir tónlistarmenn og maður mun alltaf hlusta á þá.