Á síðunni hans Roger Ebert er hægt að finna mikið af kvikmyndatengdu efni enda maðurinn einn frægasti gagnrýnandi Bandaríkjanna. Ég tók svo eftir einum dálk sem heitir “Movie glossary” og þarna eru eins konar reglur sem kvikmyndir fara eftir t.d. heimilisdýrið í myndinni deyr aldrei í eldsvoðanum og þess háttar. Það er almenningur sem sendir inn reglur þarna en Roger Ebert hefur samt skrifað bók þar sem hann segir frá svona reglum. Ég ætla að koma með nokkrar þessara reglna sem er á heimasíðunni hans sem ég hef rekist á þarna og leyfa ykkur að lesa og vonandi hafa gaman af. Sumar reglurnar eru ábyggilega rangar og það má alveg koma með dæmi úr hvaða mynd eitthvað var sem brýtur í bága við einhverja reglu.

“Segðu mér hvar þú ert og ég skal koma að sækja þig” reglan

Þetta er línan þar sem öllum verður ljóst (nema hetjunni) að besti vinur hans, eða einhver nákominn, er kominn í lið með vondu köllunum.

Þægilegar flugferðir reglan

Söguhetjur ferðast eingöngu á fyrsta farrými. Þær sitja aldrei nálægt grátandi börnum. Það er alltaf fullt í flugið en samt geta söguheturnar alltaf gengið beint að sætinu án þess að þurfa að bíða eftir að einhver sé að troða ferðatöskunni sinni í geymsluhólfið. Jafnvel þótt aðrir farþegar halli sér afturábak þá sitja söguhetjurnar alltaf í uppréttri stöðu því ef þær hölluðu sér afturábak myndi það skapa óþægilegt sjónarhorn upp í nasirnar á þeim.

Hjólreiðareglan

Þegar einhver söguhetja er alsæl að hjóla á hjóli með augun lokuð og hundurnar úti eins og engill þá eru mjög miklar líkur á að viðkomandi eigi eftir að lenda á einhverju fyrirferðamiklu og deyja.

Slagsmál á börum reglan

Þegar einhverjir tveir byrja að slást á bar, þá byrja allt í einu allir á svæðinu að slást án ástæðu, jafnvel þó þeir hafi verið að spjalla saman í nokkurn tíma.

Bílslysreglan

Þegar einhver í mynd deyr í bílslysi þá blæs flautan nær undantekningalaust stanslaust eftir áreksturinn.

“Ég er vakandi” reglan

Þegar einhver í mynd hallar sér fram yfir einhvern sem liggur í rúmi til að gá hvort viðkomandi er sofandi eða dauð/ur, þá á persónan sem liggur eftir að grípa í þann sem halla sér yfir hana með hárri með háværri tónlistanótu í bakgrunninum.

Vondi kallinn að sanna sig reglan

Í myndum þar sem að sýna á fram á að vondi kallinn sé alveg hrikalega vondur þá er það vanalega gert með því láta vonda kallinn myrða einhvern af sínum eigin mönnum.

Byggt á sönnum atburðum reglan

Þetta þýðir: niðurdrepandi, hryllileg, neikvæð og svo hrottaleg atriði að enginn framleiðandi myndi vilja hafa svona í sinni mynd nema hann gæti afsakað sig með því að segja að þetta væti byggt á sönnum atburðum.

Klósettreglan

Langoftast þegar einhver er að fara á klósettið í mynd þá er viðkomandi ekki að fara að gera þarfit sínar. Í staðinn er tekið eiturlyf, stytt sér aldur, gera ólöglegan samning, drepa einhvern eða laumast út um gluggann.

Hundur að þurrka sér reglan

Þegar hundur blotnar þá á hann bara eftir að hrista sig einu sinni og það í návist einhvers sem er vel klædd/ur.

Fæðingarreglan

Þegar einhver kona er komin langt á leið í mynd þá á hún eftir að fæða barnið á frekar undarlegum stað s.s. í lyftu, í kirkjugarði, í bíl. Sá sem tekur á móti barninu er einhver mjög óreyndur og á eftir að uppgötva kraftaverk lífsins og nafnið verður nefnt í höfuðið á “ljósmóðurinni”.

Hlaupa ofan á bílum reglan

Þegar það er verið að elta einhvern hlaupandi þá stekkur hetjan alltaf upp á bílþök og hleypur ofan á bílunum til að elta viðkomandi þótt það sé mun fljótlegra að elta hann hlaupandi.

Stripparareglan

Þegar söguhetjan er að hjálpa einhverjum strippara þá er það alltaf “móðir sem á 8 ára krakka sem er með doktorsgráðu í erfðafræði og er bara að reyna strippa þar til hún fær betra starf”.

Maðurinn sem hverfur reglan

Þegar tvær persónur eru á sitthvorum enda götu og eru að fylgjast með hvorum öðrum þá á mjög líklega eftir að koma stór bíll og keyra framhjá og önnur persónan gufar einfaldlega upp.


Tekið af:

http://rogerebert.suntimes.com/apps/pbcs.dll/classifieds?category=search1

Ef ykkur finnst þetta skemmtileg lesning skal ég með glöðu geði gera fleiri. Just say the words.