5 bestu Pantera og Metallica-riffin Ég er að hlusta þessa dagana alveg óhemju mikið á Metallica og Pantera enda eru það 2 bestu hljómsveitir sem ég veit um. Ég ætla að koma með mín uppáhaldsriff, 5 frá Pantera og 5 frá Metallica .

Metallica

1.
Mitt uppáhaldsriff með Metallica byrjar á 2:11 sek í laginu …And Justice for All og þetta er mesta kick-ass riff sem ég hef heyrt. Það er svo fáránlega gott og ég fæ ekki leið á því að spila þetta riff á gítar. James syngur líka einstaklega vel í þessu lagi enda var hann upp á sitt besta þarna. Virkar líka einstaklega vel eftir soloið og það er á 5:56 sek. Þar er það tær snilld.

2.
Þetta riff spilar sama hlutverki og riffið að ofan, þ.e. þetta er riffið þar sem James syngur yfir. Það heftst á 1:13 sek í Blackened og þetta er næstmesta kick-ass riff sem ég hef heyrt. Af hverju getur James Hetfield ekki samið svona mikla snilld lengur? Það er algjör synd.

3.
Hér er riff sem er alveg hrikalega einfalt að spila á gítarinn en mjög öflugt og það er geðveikt gaman að spila það. Er í Master of Puppets og hefst á 0:22 sek. Bara snilld.

4.
Næsta riff er úr Fade to Black en þegar lagið skiptist á 3:54 sek kemur flott riff sem ég hef alltaf haldið upp á enda mjög skemmtilegt.

5.
Seek & Destroy er þokkalegasta lag, hef aldrei haldið mikið upp á það fyrir utan eitt riff sem eins og í Fade to Black skiptir eiginlega laginu í tvennt. Þetta riff hefst á 3:16 og þetta er hratt og svalt riff.


Pantera

1.
Mitt uppáhaldsriff Pantera úr laginu Shattered sem er eitt besta lag Pantera og það hefst á 0:14 sek. Þetta er frekar hratt riff og það þarf smá æfingu við að ná því vel en þetta er megariff.

2.
Númer 2 er riffið sem kemur strax á eftir soloinu í Heresy, en það byrjar á 3:30. Þetta er það riff sem fær mig mest af öllum riffum til að fara að hlaupa á vegg eða eitthvað í þá áttina því maður kemst í ham við að hlusta á þetta riff. Allavega ég.


3.
3. riffið frá Pantera er í laginu Primal Concrete Sledge og byrjar á 1:05 sek. Það er mjög erfitt að láta þetta riff hljóma fullkomnlega hjá sér á gítarnum. Ég næ þessu riffi ekki enn vel. En mig langar þar sem þetta er fantariff og mér hefur alltaf fundist þetta vera flott.

4.Ég ætla að hafa reyndar tvö hérna í fjórða sætinu því þetta er sama lagið en það er Art of Shredding. Fyrra riffið byrjar á 0:33 og ég er alltaf að fíla þetta einfalda riff meira og meira. Það endar örugglega í 2. sæti á endanum. Hitt byrjar á 0:58 og það er heavy svalt og hratt, bara flott.

5.
Númer 5 er úr laginu Cemetery Gates og byrjar á 1:33. Dimebag var náttúrúlega krýndur meistari flaututónanna og þetta er áhrifaríkt riff og er hrein snilld.

Ég ætla að koma síðan eftir nokkra daga með aðra grein en þar ætla að fara yfir bestu soloin frá þessum megahljómsveitum. But first thing first… hver eru þín uppáhaldsriff með þessum hljómsveitum? Komið endilega með nokkur því það er úr miklu að velja.