Bókin sem er á náttborðinu um þessar mundir er Hellaþjóðin eftir Jean M. Auel. Hún er sú fimmta í bókarflokknum um Börn Jarðar. Þessi bók fór strax í efstu sæti metsölulista vestan hafs sem og austan, einnig var hún ein mest selda skáldsaga heims árið 2002. Bækurnar eru um stelpuna Aylu og byrjar fyrsta bókin þegar hún er aðeins 5 ára og fylgja bækurnar henni í gegnum líf hennar fyrir 35.000 þúsund árum þegar mannkynið bjó enn í hellum. Bækurnar fylgja henni í gegnum lífsbaráttuna og ástina.
Það hafa semsagt komið út 5 bækur um börn jarðar. Sú fyrsta hét Þjóð bjarnarins mikla, eftir hana kom svo Dalur hestanna, Mammútaþjóðin var sú þriðja og sú fjórða var Seiður sléttunnar. Sú fimmta er svo Hellaþjóðin.
Það ætti að lesa bækurnar á undan til að skilja Hellaþjóðina og skilja hvað aðalsögu persónan hefur gengið í gegnum. Ég er nú búin að lesa bækurnar svona 4-5 sinnum og hún heillar mig í hvert skipti.
Ég er svoleiðis lestrarhestur sem festist í sumum bókum og þarf einfaldlega að tjékka inn hjá uppáhaldsbókunum reglulega. Þar má nefna þessar bækur Börn Jarðar eftir Auel, Ísfólkið og Harry Potter. Svo auðvitað ef ég rekst á bækur sem ég tel að allir ættu að lesa og mér líst vel á þá gríp ég hana.
Reglur ég hef varðandi að kaupa bækur. Ég tel nefnilega ekki nauðsynlegt að kaupa bók nema ég er alveg handviss um að ég muni lesa þær aftur. Nema það séu virkilega góðar bækur og manni finnst að þær myndu fara vel upp í bókahillu. Ég er einnig handviss um að margir séu algjörlega á móti þessari skoðun minni og það er barasta allt í því fína.
Bækurnar um Börn Jarðar eru allar afar nákvæmar og manni líður eins og maður sé staddur á staðnum með sögupersónunum. Þó er Auel stundum of nákvæm og lýsir hverjum steini fyrir sig og maður fer að verða óþolinmóður og vill að hún fari að drífa sig. En það er alltaf aðalsögupersónan sem heldur manni á tánum, maður finnur til með henni þegar hún særist, verður klökkur þegar gengur illa og hrópar ósjálfrátt húrra þegar allt gengur vel.
Ég mæli eindregið með bókunum um Börn Jarðar og að fólk byrji á þeirri fyrstu. Einnig þegar það er lesið bækurnar að það verði þolinmótt yfir kaflanna sem Auel byrjar að lýsa landslaginu og bara lifa sig inn í bækurnar.

Þakka þeim sem nenna að lesa þessar hugleiðingar mínar

Salut