Ég þoli ekki svona gaura eins og Thor1 sem halda að þeir séu með betri kvikmyndasmekk en maður sjálfur af því að þeir horfa á “öðruvísi” myndir, þ.e.a.s. myndir sem eru ekki bandarísk framleiðsla. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef takmarkaða skemmtun af “erlendum” myndum en það er ein og ein sem læðist sem er virkilega góð, t.a.m. Der Untergang, Cidade de Deus, Paradiso Cinema, La Vita é Bella og Lola rennt. Mér finnst t.d. skandinavískar myndir einhverjar sú leiðinlegustu sem ég horfi á...