Ég og kærastan áttum þriggja ára afmæli á miðvikudaginn og ákvað ég að koma á óvart í tilefni dagsins.

Ég prentaði út mynd þar sem við stóðum saman fyrir framan Vatíkanið núna fyrr í sumar og rammaði ég myndina inn. Ég fór með myndina í blómabúð og bjó til svakalega fallegan vönd sem samanstóð af gladíólu, lilju, þremur rauðum rósum (ein rós fyrir hvert ár) og einhverju grænu til að fylla uppí. Vöndurinn var rosalega vel heppnaður.

Pakkningarnar með vendinum voru líka mjög vel heppnaðar og þar létum við myndina hanga framan á í sellófani. Að sjálfsögðu fylgdi með fallegt kort fylgja með nokkrum vel völdum orðum.

Ég lét svo senda blómvöndinn í vinnuna til hennar og hún vinnur á stað sem yfirleitt er nokkuð troðinn af fólki. Sem var náttúrulega ætlunin… :-)

Þegar ég kom svo heim um kvöldið með konfektkassa frá Belgíu, fékk ég svo fallegt og mikið bros frá elskunni að allt þetta umstang var vel þess virði og ekki spurning að bros hennar hafi verið mér ómetanlegt.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.