Bestu illmennin Þetta er eiginlega framhald á Bestu dauðarnir en hér eru það mín uppáhaldsillmenni sem koma við sögu.

Darth Vader- Star Wars

Dáðasta illmenni sögunnar. Þessi búningur, og bara karakterinn sjálfur eru náttúrulega bara klassík að maður tali nú ekki um andardráttinn. Snilld.

Jack Torrence- The Shining

Jack Nicholson vinnur leiksigur sem Jack Torrence. Brjálæðisglampumm sem er í augunum á honum er einstakur. Heimilisfaðir með öxi, gerist varla betra.

Dr. Evil

Næstur er það Dr. Evil. Ég verð að hafa hann með enda magnað illmenni. Muhahaha… muhahaha… muhahahaha.

Ghostface- Scream serían

Ópið eftir Edward Munch var innblásturinn að þessari grímu. Myrðir unglingsstúlkur með miður skemmtilegum aðferðum. Þetta er klassískur karakter.

Cyrus the Virus- Con Air

Geðveikin uppmáluð. John Malkovich er bara góður sem fjöldamorðinginn Cyrus Grissom sem ásamt öðrum föngum reyna að flýja úr fangelsisflugi.

Michael Myers- Halloween serían

Ódauðlegur í bókstaflegri merkingu. Það getur ekkert stöðvað þennan mann. Ég held að búningurinn sé það besta í sambandi við Michael. Blár samfestingur og hvít gríma.

Skari- Lion King

Maður getur ekki annað en hatað þetta ljón. Svo valdagráðugur að það hálfa væri nóg. Miskunnarlaus.

Samuel Norton- The Shawshank Redemption

Bob Gunton hefur aldrei náð að sýna jafn góðan leik eins og hér sem fangelsisstjórinn Samuel Norton. Hefur alltaf fundist hann vera frekar ógnvekjandi í þessu hlutverki.

Dr. Hannibal Lecter

Ofurgáfaði sálfræðingurinn og mannætan Hannibal Lecter er örugglega mitt uppáhaldsillmenni. Anthony Hopkins sýnir ótrúlegan leik sem á örugglega ekki eftir að verða toppaður í bráð.

John Doe- Seven

Við fáum aldrei að sjá John Doe drepa en þetta er ógleymanlegur karakter. Svo mikill sadisti hefur sjalda eða aldrei sést á hvíta tjaldinu. Kevin Spacey hefði átt að fá óskarinn fyrir þetta hlutverk.

Alien- Alien serían

Óduðlegt illmenni. Miskunnarlaus geimvera sem er alveg einstaklega hrollvekjandi. Sérstaklega þessi kjaftur sem kemur úr kjaftinum á henni.

Ég er örugglega að gleyma einhverju en það verður bara að hafa það.

Nú megið þið telja upp ykkar uppáhaldsillmenni.