Kæru lesendur ég vil taka það fram í upphafi að mér er gróflega misboðið að grein sem byrtist hér fyrr skuli hafa verið samþykkt af stjórnendum þessa áhugamáls, greinin heitir “Ég hata KR”

Burt séð frá því hversu illa skrifuð greinin var, hlutir teknir úr samhengi, staðreyndum sleppt eða farið rangt með og svo lengi mætti telja, þá er markmið greinarinnar það sem mig langar frekar að ræða um.
Greinin á klárlega að koma einhverju óorði á KR og augljóst að höfundur greinarinnar er að koma frá sér einhverri gremju sem hann telur sig þurfa að deila með öðrum.
Mig sárnar þegar ég sé svona skrif, ég er KR-ingur og ég get með sanni sagt að ég hata ekkert félag. Fyrir mér fótbolti á endanum ekkert annað en leikur sem menn keppast um að ná sem bestum árangri í, en takast svo í hendur sáttir efitir leik.
Það er gaman að vinna og alveg frábært að sjá sitt lið lyfta dollunni en alveg jafn sárt að tapa eða sjá á eftir sínu liði falla. Að óska einhverju liðið að falla eða gleðjast og segja það besta vera þegar eitthvað lið tapar er vægast sagt barnalegt.

Þegar menn segjast hata eitthvað íþróttafélag hvað hata þeir? Fólkið sem vinnur i kringum félagði, leikmenn þess, unga sem aldna stuðningsmenn eða kannski börnin sem æfa í yngriflokkum þess? Kannski hata þeir bara félagið sjálft en hvað er íþróttafélag annað en fólkið sem stendur á bakvið það.

Það er klárlegt að höfundur fyrnefndrar greinar byggir hatur sitt á öfund, hann telur upp leikmenn sem hafa komið til félagsins og öfundast svo út í alla þá peninga sem KR á að eiga. Það vill svo vel til að KR er gamalt félag og hefur alla tíð verið vel stjórnað og vel haldið utanum fjármál þess.
Önnur félög virðats ekki tapa svo á því að eiga ekki nó af peningum, 80 milljón kr skuld ÍA var borguð af Akranesbæ, Reykjavíkurborg keypti Valssvæðið af val á 870milljónir og að auki eru þeir að setja 6 milljarða í framkvæmdir á því næstu 10 árin og við skulum ekki gleyma því að Hafnafjarðabær er ábyrgðamaður á m.a. launasamningum Tryggva Guðmundssonar og Allan Borgvardt og ekki má heldur gleyma því að Þóttur fékk topp aðstöðu í laugardalnum.
En allt þetta skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að þegar menn fara á völlinn þá hitta þeir vini og kuningja úr öllum liðum og hafa gaman af leiknum, til þess er leikurinn gerður. Auðvitað eru tilfiningar í leiknum og við gleðjumst og grátum yfir gengi okkar liða en við eigum aldrei að hata hvorn annan ,lífið er of stutt fyrir þannig vitleysu.

KR er elsta knattspyrnufélag landsins það á langa og sigursæla sögu að baki og framtíðin lofar ekkert nema góðu. KR-ingar geta því verið stoltir af sínu félagi rétt eins og allir aðir stuðningsmenn annara félaga.


Í lokin vil ég óska Íslnandsmeisturum FH-ingum til hamingju með verðskuldaðan sigur í suma