Ég ætla hérna að lýsa fullkomu rómantísku stefnumóti að mínu mati. Mér yrði boðið út á fallegan veitingarstað, ekki einhvern matsölustað, heldur góðan stað með víni og góðum mat, helst kertaljósum á borðinu. Þar mundi ég spjalla við deitið mitt og kynnast því. Seinna mundum við fara í göngutúr, það væri æðislegt ef veitingarstaðurinn væri við sjó, þá gætum við farið í göngutúr í fjörunni. Svo mundi Deitið mitt keyra mig heim, og kyssa mig bless á tröppunum. svo ef að mér litist vel á deitið, þá færi ég með honum aftur. og eftir svona nokkur stefnumót þá mundum við líklegast sofa saman. Þetta væri hið fullkomna stefnumót. En hvað finnst ykkur vera hið fullkomna og rómantískasta stefnumót?