Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Endir sögunnar?

í Heimspeki fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ha? Ég skil engan veginn hvernig þú hefur getað fengið það út úr efni greinarinnar, ég minnist hvergi á það. Annars eiga anarkismi og marxismi margt sameiginlegt, ég myndi segja að þau stefna að sama markmiði, samfélagi þar sem borgarnir ráða sér sjálfir og yfirvald er ónauðsynlegt. Ágreiningurinn sprettur aðallega upp frá leiðunum til að ná þessu markmiði.

Re: Bíómyndaleikurinn TAKIÐ ÞÁTT

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Yentl (1983)

Re: The Man from Earth (2007)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hef ekki séð þessa mynd en ætla mér pottþétt að gera það. Þetta er samt nákvæmlega sami söguþráður og í The Twilight Zone þættinum „Long Live Walter Jameson“.

Re: Topp 10 kvikmyndir allra tíma!

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Alltof erfitt að takmarka þetta svo ég ákvað að segja bara frá öllum myndum sem eru virkilega góðar, samt mjög grófur listi, eitthvað sem vantar og eitthvað sem ætti kannski ekki að vera þar (sorry að ártal vantar): The Seventh Seal Seven Samurai Persona Vargtimmen Scener ur ett Aktenskap The Bicycle Thief The Rules of the Game Casablanca Vertigo Psycho The Maltese Falcon Solyaris The Wrong Man Pulp Fiction Rashomon Ikiru Ran Sansho the Bailiff Kwaidan Touch of Evil Late Spring The Big...

Re: Vangaveltur um skynsamlegt siðferði

í Heimspeki fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Já, ég er líka að tala um skilyrðislausa skylduboðið. Það er ekki aðeins ‘breyttu aðeins þannig að þú getur á sama tíma viljað að þessi breytni verði að almennu lögmáli’. Það er aðeins ein framsetning þess. Kant setur fram þrjár framsetningar á skylduboðinu og það þriðja er mikilvægast. Hitt sem ég benti á tengist líka allt því.

Re: Vangaveltur um skynsamlegt siðferði

í Heimspeki fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Þótt að þetta sé ágæt grein þá verð ég að benda á að þetta er engan veginn nógu góð greinargerð fyrir siðfræði Kants. Þú eyðir talar ekkert um hugtök sem leika þó lykilhlutverk t.d. maxim (hvernig það er myndað og hvernig það er mögulegt), greinarmuni hans á noumenon og phenoumenon, formum skynhæfninnar, a priori synthetískir dómar (og þá a posteriori og analýtískir dómar einnig) o.s.frv. Einnig talar þú bara um fyrstu framsetningu skylduboðsins en ekkert um þriðja sem er þó einna...

Re: Stríð og mannlegt eðli

í Heimspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Takk fyrir hrósið. Tölurnar sem koma fram í greininni um fjölda mótmælenda eru einmitt komnar upp úr A People's History of the United States of America eftir Howard Zinn, ætlaði alltaf að vísa í hana en það steingleymdist. Annars held ég að við séum nokkuð sammála. Stríð er nánast öruggt frekar afleiðing af skipulagi samfélagsins, hagkerfi og umhverfi. Árásargirni ákvarðast af þessum hlutum, ekki öfugt.

Re: Flottasta quote úr mynd?

í Kvikmyndir fyrir 17 árum
'I'm prepared to scour the earth for that motherf—er. If Butch goes to Indochina I wanna nigga waitin' in a bowl of rice ready to pop a cap in his ass.'

Re: Vesturvígstöðvarnar 1914-18 - Kynslóð deyr

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ef þú hefðir gefið þér tíma til að lesa allt sem ég skrifaði þá hefðiru séð að umræðurnar um Írak byrjuðu vegna þess að ég var að segja hversu mikið stríð hafa breyst. Ég var ekki að líkja fyrri heimsstyrjöldinni við Íraksstríðið, þau eru á engan hátt sambærileg aðeins að segja að gildi mannslífa hefur ekkert hækkað síðan í þá daga. Ég skil ekki hvernig þú myndaðir þér þá skoðun. En annars er þetta þvílíka vitleysan að segja að uppreisnarmennirnir feli sig á meðal almenna borgara. Hverjir...

Re: Vesturvígstöðvarnar 1914-18 - Kynslóð deyr

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það er alveg rétt að sjálfsmorðsárásir og þess háttar drepi margra, ég var ekkert að reyna að þræta fyrir það. Ég var aðeins að benda á að það er lítið í samanburði við t.d. umfangsmiklar loftárásir og klasasprengjur Bandaríkjanna. Þeir eru mun hæfari til að valda meiri skaða en Írakarnir og það gera þeir líka og hafa gert. Það er samt rétt hjá þér, það er ótrúlegt hvað Írökunum hefur tekist að gera með það litla sem þeir hafa.

Re: Vesturvígstöðvarnar 1914-18 - Kynslóð deyr

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það leyfi ég mér að draga mjög í efa. Skýrslur og rannsóknir sem halda því fram eru oftar en ekki unnar af hópum sem eru fylgjandi stríðinu eða beinlínis stýrðar af Bandarískum stjórnvöldum. Þau hafa einnig haldið fram að mannfall í Írak sé mun minna en aðrar rannsóknir benda til. Einhvern tímann fyrir ekki svo löngu heyrði ég að Bandarísk stjórnvöld hafi haldið fram að tæp 100.000 hafi látist í Írak síðan stríðið hófst og reyndu þeir að láta líta út fyrir að það væri byggt á einhverjum...

Re: Vesturvígstöðvarnar 1914-18 - Kynslóð deyr

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mjög góð grein. En það er samt ekki rétt að gildi mannslífa hefur stórlega hækkað. Vissulega deyja núna færri hermenn en í dag eru það saklausir borgarar ríkjanna sem borga brúsann. Til dæmis er áætlað að 600-700.000 manns hafa látið lífið í af völdum stríðsins í Írak síðan það hófst, langflestir saklausir borgarar. Ef það er ekki líka blóðbað þá veit ég ekki hvað. Svo má auðvitað einnig bæta við 500 - 1.000.000 manns sem lét lífið af völdum efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna undir forystu...

Re: Cíceró

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mjög vel skrifuð og fræðileg grein, ánægður með þetta.

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ha? Viltu útskýra þetta eitthvað nánar? Bandaríkin eru reyndar mesta herveldi sem heimurinn hefur séð hingað til.

Re: Tom Cruise "spámaður".

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Eina ástæðan fyrir því að Tom Cruise er orðinn stórt númer í Vísindakirkjunni er að hann á nóg af peningum sem hann dælir í hana. Annars er sorglegt að sjá hvað hefur orðið um þennan annars mjög góða leikara.

Re: SÁÁ eða Samhjálp??

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég er þér fullkomnlega sammála. AA-samtökin eru algjör brandari sem er ekki erfitt að hrekja ef maður les bókina með gagnrýnum augum (málið er bara að flestir eru svo veikir og áhrifagjarnir þegar þeir koma inn að þeir gera það ekki og gleypa allt sem við þá er sagt gagnrýnislaust). Það eru svo mörg atriði við AA sem ganga engan veginn upp. Ég nenni ekki að fara í þau öll og þú ert búinn að nefna sum líka. T.d. er það bara hlægilegt að halda fram að 12-sporin séu með 100% success rate bara...

Re: Little Miss Sunshine (2006) * * * *

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Snilld!

Re: Tíminn og upphafið. Endalaus Hringrás.

í Heimspeki fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég var bara að reyna að sýna fram á hvað það er fáránlegt að halda fram að tíminn sé ekki til eins og ég hef oft heyrt. Það er alveg eins og að reyna að halda því fram að rúm sé ekki til eða bara uppfinning. Eina sem þú þarft að gera er að fylgjast með hvaða atburð sem er. Eitt gerist og svo eitthvað annað, svona er þetta alltaf því hlýtur tíminn að vera til. Það er alveg ómögulegt fyrir okkur að ímynda okkur eitthvað sem ekki gerist í tíma eða rúmi. Enda er líka ekki hægt að halda því fram...

Re: Tíminn og upphafið. Endalaus Hringrás.

í Heimspeki fyrir 17 árum, 4 mánuðum
'Þannig að sú spurning “hvenar varð tíminn til?”, eina svarið við henni er “þegar menn fundu hann upp”.' 'Þá er spurningin, hvenar varð þetta fyrirbæri til sem við köllum tímann. Það varð til í “Mikla Hvelli”.' Hvort er það? Annars er fáránlegt að halda fram að tíminn sé ekki til, að hann sé bara uppfinning. Það er engin leið til að trúa þeirri skoðun. Engin leið er til að trúa henni algjörlega og lifa í samkvæmi við hana. En hins vegar má spyrja sig hvert eðli tímans er en það er með engu...

Re: Guð smjuð

í Heimspeki fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Já það er eiginlega rétt hjá þér en ég var bara að reyna að sýna fram á að það séu til fleiri rök fyrir tilvist Guðs en bara Biblían og tók einhver dæmi sem ég mundi eftir í augnablikinu. Það eru auðvitað til mun fleiri.

Re: Guð smjuð

í Heimspeki fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég er sammála því að það sé enginn Guð til en mér finnst þetta vera heldur einföld sönnun á því hjá þér. Það er samt auðvitað rétt hjá þér að enginn skynsamur maður ætti að trúa einhverju sem stendur einhvers staðar í blindni en Biblían er langt frá því að vera eina ástæðan fyrir því að fólk trúir á Guð. Ef þú vilt virkilega sannfæra einhvern um að það sé enginn Guð þá myndi ég skoða helstu rökin til dæmis verufræðirökin, heimsfræðirökin, vörumerkisrökin o.fl. og sýna fram á að þau gangi...

Re: Star Tropics

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Já hann er snilld!

Re: Hinn rétti Jimmy Carter

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Uhh fyrirgefðu en þetta er bara ekki satt. Bandaríkin eru búin að drepa MIKLU fleiri saklausa borgara í Írak en þessir svokölluðu hryðjuverkamenn. Hin staðhæfingin er svo út í hött að henni þarf ekki að svara svo ég sleppi því.

Re: Hinn rétti Jimmy Carter

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvað með öll hryðjuverkin sem Bandaríkin hafa stutt í gegnum tíðina og hryðjuverkamennirnir sem þeir veita hæli (Luis Posada Carilles t.d.)? Þá hlýtur þú að fallast á, miðað við þessa staðhæfingu að það er réttlætanlegt ef einhver þjóð myndi taka sig saman og gera innrás í Bandaríkin og koma stjórninni þar frá völdum og það yrði Bandarískum stjórnvöldum sjálfum að kenna er það ekki? Annars ertu í mótsögn við sjálfan þig. Sérðu vandamálið? Annars hafði Írak og Hussein engin tengsl við...

Re: Hinn rétti Jimmy Carter

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Einmitt, við erum að tala um mann sem drap með loftárásum fleiri hundruðir þúsunda saklausra fólks, meirihlutinn konur og börn í Laos og Kambódíu. Hann sagði m.a. orðrétt við Kissinger (til er transcript af þessu samtali): ‘bomb Kambodia. Anything that flies on anything that moves’ Síðan þegar þúsundir tóku sig til og mótmæltu þessum hryllilegu glæpum þá sendi hann þjóðvarðliðið á það til að berja og skjóta jafnvel ef það væri nauðsynlegt og sagðist ekki ætla að fara eftir vilja fólksins...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok