Vonandi er fólk ekki komið með leið á þessu umræðuefni en þetta er eitthvað sem ég verð bara að tjá mig um. Þessi Guð sem biblían talar um getur einfaldlega ekki verið til og er margt af því sem stendur um hann í biblíunni er bara ómögulegt að standast.

Til dæmis á hann að vera almáttugur. Þetta getur einfaldlega ekkki staðist út af þeirri mikið notuðu pælingu; “can God microwave a sandwhich so hot, that he himself can not eat it” eins og Homer sagði einhvern tímann í Simpsons þáttunum. Hérna er þá verið að tala um að Guð ætti að geta gert eitthvað það sem hann sjálfur ræði ekki við þar sem hann er almáttugur en um leið og hann gerir það, er hann ekki almáttugur lengur.

Hann á einnig að vera alvitur og sjá fyrir framtíðinni. Það finnst mér ömurleg tilhugsun þar sem hvað sem ég geri ræðst í raun af Guði sem gæti því réttlætt hverja einustu ákvörðun sem menn taka, þó hún hafi kannski ömurlegar afleiðingar í för með sér.

Ég er ekki þar með að segja að ég trúi ekki á eitthvað æðri afl. Það gæti öruglega verið einhverjar verur sem eru að stjórna þessum heimi eða jafnvel einhver Guð en þá væri það ekki sá Guð sem talað er um í Biblíunni. Biblíann var auðvitað skrifuð af mönnum og er þetta bara túlkun nokkurra manna á Guð.
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.