Tom Cruise "spámaður". Þessi frétt var í morgunblaðinu.

Leiðtogar sértrúarsöfnuðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera „hinn útvalda“ er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.

David Miscavige, sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesú um víða veröld og taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.

Heimildamaður sem þekkir Cruise vel sagði við bresk blaðið The Sun: „Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísindakirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesú.“

Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Holmes, hefur einnig snúist til vísindatrúar.

Það var bandarískir vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna.
—-
Hvað er eila að fólki. Kalla einhvern villeysingja spáman. Hann er bara óþroskaður maður. Hann er 44 ára gamall og þegar hann fer í spjallþátt þá hoppar hann í sofa eins og simpansi.

Ég hef mikla virðingu fyrir honum sem leikari, en þegar hann er sagður vera spámaður þá fæ ég skrítin tilfing í maganum sem ég mundi helst vilja tjá opinberlega við þenan sem segir þetta. Það er svo létt að koma í vegg fyrir svona mannlegan vitleysu.

Svona er skilgreiningin á þessu trúarbragði:
In Scientology no one is asked to accept anything as belief or on faith. That which is true for you is what you have observed to be true. An individual discovers for himself that Scientology works by personally applying its principles and observing or experiencing results.

Með þessari skíringu er það sannað að allt sem er gert af manni hefur einhverja galla. Í fyrsta lagi,ef þessi trú boðar að maðurinn velur það sem hann vill og fer eftir sínum vilja þá getur Tom Cruies ekki verið spámaður sem mun útbreiða þessa trú því ef hann gerir það þá er hann að snúast ámoti því. Menn hafa valið að trú á það sem þeir trúa og ef einhver reinir að útbreiða trúna þá er hann ámóti því, að því leiti að hann er að reyna að brjota það trú sem tiltekin einstaklingur hefur myndað innan með sér fyrir annað trúarbragð. Í öðrulagi er þetta ámóti öllum örðrum trúarbrögðum og er þetta líkt frönsku byltinguni þegar jakobinar feldu niður trúarbrögð og sögðu að vilji og skinsemin ætti að ráða. Þeir sem vita eitthvað í sögu vita væntanlega hver afleiðingin að þess háttar manlegri vitleysu hefur verið. Það sem er en verra er við vísindakirkjuna er að það var einn maður (L. Ron Hubbard) sem stofnaði hana og það eru hundruðir vitleysingjar að fylgja og trú því.

Að líkja Tom Cruise við Jesú er stórt mistök. Að telja það sem rök að segja að “Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesú.“ er aðeins rök fyrir því að vísindakirkjan er ílla unnin verk mans. Og að segja að hann sé spámaður eins og Jesú er mistök sem orð geta ekki lýst, heldur finnur maður það í hjartanu innan með sér.

Ég í raunini veit mjög lítið um vísindakirkjukna en ég þarf ekki að vita meira en þetta til að átta mig á það hvað þetta er. Segið mér endilega meira um það. Ef þið eru ámóti þessu ekki segja bara ”ég er ekki sammála" komið með rök fyrir því sem þið eruð að segja svo við getum rætt málin.