The Man from Earth (2007) Maðurinn frá jörðinni.

Þessi ákveðna mynd hefur víst ekki fengið mesta athygli út á myndina sjálfar heldur hefur hún vakið ákveðna umræðu um p2p tæknina eða torrent.

En það var vefsíðan rlslog sem setti þessa ákveðnu mynd á vefsíðuna sína nokkru áður en hún kom út á dvd. Mjög fáir vissu hvað mynd þetta væri á þessum tíma og mjög margir niðurhöluðu henni og innan fárra daga var myndin kominn með ágætlega mikla umfjöllun á internetinu. Hún var um stund mest leitaða sci-fi og sjálfstæða kvikmyndin á IMDB, fór frá því að vera í 11,235 sæti og í það að vera fimmta mesta leitaða myndin á síðunni. Eining fékk hún mörg atkvæði til sýna betur fram á ágæti hennar. Vefsíða myndarinnar sjálfrar(www.manfromearth.com) var skoðuð u.þ.b. 20,000 sinnum 12 dögum eftir að hún var sett á netið.
Framleiðandi myndarinnar Eric D. Wilkinson þakkar torrent og öðrum skráar deili síðum fyrir þennan óvænta áhuga netheimsins á kvikmyndinni.

John Oldman gæti verið elsti maður í heim. Nei, hann er ekki 120 ára gamall hann er næstum því 14 þúsund ára gamall. Hann er kennari og hefur kennt við sama skólann í 10 ár. En alltaf á 10 ára fresti fer hann eitthvert annað svo ekki komist upp um hann. Að þessu sinni ákveður hann samt að segja vinum sínum hver hann raunverulega er.

Eins og kannski áhugamenn um þessa mynd vita er þetta ekki þessi týpíska Sci-fi mynd. Það eru engar brellur eingin rosaleg sett, bara nokkrir manns í stofuherbergi að tala saman. Enda liggur helsti kraftur myndarinnar í sögunni sjálfri. Hún fær mann aldrei til að leiðast þrátt fyrir mjög lágan framleiðslu kostnað. En það er einmitt það sem hún líður óskaplega fyrir, hún lýtur svo rosalega út fyrir að vera “extremely low budget” sem einmitt eyðileggur fílinginn í myndinni. Hún lýtur út fyrir að vera að lokaverkefni nemanda sem ákvað að taka alla myndina upp á lélega DV myndavél. Svo er líka klipping og útliti frekar undir meðalmennsku. Flest allir leikararnir eru að standa sig prýðilega hefði kannski verið betri ef þeir hefði bara hafti einhvern skárra leikstjóra. Helst er það aðalleikari myndarinnar sem er veikasti hlekkurinn.
Það er ekki nógu vel með farið spurningar sem vakan upp í áhorfandanum um hvort að hann sé að segja satt eða hvort þetta sé bara uppspuni. Lokatvistið hefði líka geta verið mun rosalegra en leiksjórinn missir það alveg og gerir það hálf cheap. Tónlist myndarinn virkar líka oft hálf illa og á ekki við.

DVD diskurinn sjálfur er fínn. Það eru 2 commentary. Nokkrir featurettes um myndina og rithöfundinn Jerome Bixby. Ekkert rosalega mikið en það skildi mig allavega ekki eftir hungraðan eftir að vita meira um framleiðslu myndarinnar.
Það eru 2 hljóðrásir:
ENGLISH: Dolby Digital 5.1
ENGLISH: Dolby Digital Stereo
Hljóðið í myndinni er ekki upp á marga fiska enda voru þeir eflaust ekki með neinar rosagræjur. Enda hefð myndin alveg eins geta verið í mono. Þar sem lítið gerist nema tal.

Nokkur screen caps sem ég tók af disknum:#1 #2 #3

Ég sé ekki eftir því að hafa keypt myndina. En ég vildi að ég hefði download-að henni fyrst. Mæli með því að þið sækið hana á netinu og donate-ið beint á síðuna hjá þeim: www.manfromearth.com. Eða bara bíða eftir að hún kemur á leigur landsins, ef það gerist einhvern tíma.

En allt í allt er þetta mjög áhugaverð mynd sem að allir harðir aðdáendur Sci-fi ættu að tékka á.

**/****


Heimildir
http://www.rlslog.net/piracy-isnt-that-bad-and-they-know-it/
http://www.rlslog.net/the-man-from-earth-2007-proper-dvdrip-xvid-domino/
addoo