ég var einusinni á veitingastað í Danmörku, einhver víkingastaður, frekar dimmur og svona. Síðan þurfti ég að fara á klóið sem var í kjallaranum, þurfti að labba niður langan mjóann stiga og labba eftir löngum gangi og þar var lítið salerni. ég fór inn og læsti hurðinni á eftir mér og fór síðan að pissa. þegar ég var búin sá ég að það var enginn klósettpappír…. og heldur enginn vaskur til að þvo sér um hendurnar…. en ok. þannig að ég ætla að fara út og gat ekki opnað læsinguna á hurðinni....