Hæhæ. ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í 2 og hálft ár. Og hefur gengið bara vel. Við erum samt búin að vera að rífast frekar mikið uppá síðkastið og meira að segja talað um að hætta saman nokkrum sinnum.
Það er þannig að hann er mjög lokaður og sýnir tilfinningar sínar ekki mikið, á meðan að ég er svo mikil tilfinningavera og vill alltaf vera að kúra og þannig.
Það sem að mér finnst svo leiðinlegt er að hann faðmar mig , kyssir mig, eða hringir aldrei í mig að fyrrabragði. Og ég verð svo sár alltaf, því auðvitað vill maður að kærastinn sinn faðmir sig og svoleiðis..eða er ég að gera alltof miklar kröfur??
Allavega þegar að ég tala um þetta við hann þá segir hann alltaf, þetta er bara ekki ég og e-ð svoleiðis..en ég elska þig samt meira en allt. En ég verð samt alltaf svo sár. Ég er með svo lítið sjálfsálit og ekki hjálpar það þegar að kærasti mans faðmar mann né kyssir aldrei af fyrra bragði.
Svo er það líka eitt annað..við viljum ekki það sama í framtíðinni ég vil t.d ekki ala börnin mín upp hér þar sem að við búum og hann vill aldrei flytja héðan. Ég vill prufa að flytja til útlanda og hann vill aldrei flytja út..og allt svona…svo líka er kynlífið alls ekki gott…kannski svona 1 í viku eða e-ð…
Það sem að ég er að spurja..hvað haldið þið..erum við bara að eyða tímanum okkar með því að vera saman.?? ég er búin að tala um þetta við hann og hann vill alls ekki hætta saman..en meina ég veit ekkert hvort að ég geti verið með manni sem að sýnir mér aldrei að hann elski mig.æjj skiljiði mig…
Já svo líka í gær spurði ég hann..”ef að ég myndi gefa þér valmöguleika hætta saman eða gifta okkur nuna hvað mynduru gera?’” og hann segir hætta saman..æjj viljiði bara segja ykkar skoðun..er ég að gera alltof miklar kröfur?
öll brjóst lafa að lokum..!