„Ég verð jafn reiður út í þig og ég elska þig…
…ég get ekki orðið jafn reiður út í einhvern sem ég elska ekki“




Ég er búin að vera í sambandi við strák í 1 ár og einhverra hluta vegna getur okkur ekki komið saman án þess að rífast. Við getum ekki komist af eina viku án þess að eiga í það minnsta eitt stórt rifrildi eða daglegt rifrildi í hálfan mánuð.

En það sem ég er farin að fá áhyggjur af er það að mér finnst eins og rifrildin séu að ígerast. Fyrst var þetta bara reiði og ósætti, svo fór hann að byrja að öskra á mig, því næst að halda mér niðri þegar hann öskraði á mig. Fyrir ekki svo löngu fór hann að byrja á því að brjóta hluti, henda til drasli og eyðinleggja allt sem fyrir vegi hans verður.

Ég hef oft íhugað að hætta með honum en læt aldrei verða af því. Ég veit ekki hvort ég vilji hætta með honum eða hvort ég haldi alltaf í vonina um að allt muni lagast.
Ég hef oft reynt að tala við hann um þetta, reynt að skilja hann eða fá hann til að tala við mig í staðinn fyrir að hann missi sig yfir mig eða snúi íbúðinni gersamlega á hvolf, en hann vill það ekki. Segjist ekki kunna að tala og verður bara fúll.

Ég hef orðið það hrædd við hann að ég hef ekki þorað að vera ein í herbergi með honum. Hann segjist aldrei geta meitt mig og gæti aldrei lagt hendur sínar á mig en ég er dauðhrædd um að þetta samband sé löngu komið á þá braut…


Þetta getur ekki verið eðlilegt í samböndum…
…er það?