Þá er ég ekki endilega að tala um fóbíur.

Er að bíða eftir að vinur minn nái í mig og keyri mig til pabba þar sem ég get sofið óhult.

Ég er einmitt meðal annars sjúklega hrædd við að vera ein heima yfir nótt. Þoli ekki að heyra ekki hljóðin í húsinu sem láta mig vita að ég er örugg, eins og hroturnar í foreldrunum, bröltið í þeim á nóttunni þegar þau fá sér sígó og þegar það er kveikt á sjónvarpinu inni hjá þeim.
Rétt fyrir áramót var ég ein heima og heyrði eitthvað brölt fyrir utan gluggann hjá mér, þorði eeeekki að gá en daginn eftir sagði nágranni okkar að tveir pólverjar höfðu verið að tékka hvort svaladyrnar okkar (og annarra í blokkinni) væru opnar, löbbuðu í kringum alla blokkina til að tékka hvort einhverjir gluggar væru opnir. Mjög krípí tilhugsun að einhverjir hefðu verið að reyna að opna gluggann minn, hefði sennilega snappað úr hræðslu hefði ég lyft upp gardínunni minni.

Sit núna inni í hjónaherbergi í tölvunni, kveikti ljós í hverju einasta herbergi í húsinu og lokaði hurðunum svo ég þyrfti ekki að horfa inn í þau. Læsti og lokaði öllum gluggum og dyrum, dró gardínurnar fyrir alla glugga. Kveikti síðan á tónlist frammi í stofu og er síðan að hlusta á tónlist í tölvunni með headphones. Alger aumingi.

Reddaði mér síðan fari til pabba míns áðan þar sem bróðir minn er og ætlum við að sofa hlið við hlið í litla rúminu hans litla bróðurs míns. Þar verð ég pottó örugg. :D

Bætt við 2. maí 2009 - 01:25
Titillinn á auðvitað að vera “Við hvað eruð þið hrædd?”
.. held ég, hljómar allavega rétt.

Svo er ég hrædd við hesta, vil helst ekki koma nálægt þeim, kindur, hunda í stærri kantinum og fleiri dýr.

Ég er virkilega lofthrædd.

Skordýr, er alltaf hrikalega noiuð um að það séu pöddur á mér þegar ég sit á jörðinni um sumar, og hvar sem ég er þegar ég er í útlöndum. Get heldur ekki farið að sofa ef ég veit að það er fluga eða eitthvað annað skordýr í herberginu.

Skííííthrædd við að verða særð af vinum eða kærasta.

Ekkert meira sem mér dettur í hug.