Ég var beðin um að senda þetta inn nafnlaust, vinsamlegast svarið eftir bestu getu

Þetta er mestmegnis bara nöldur.. verð bara að koma þessu frá mér.

Ég og kærastinn minn höfum verið saman í rúmt ár, og hann hefur alltaf verið öfundsjúka týpan :). En núna nýlega þá finnst mér þetta komið svolítið út í öfgar. Ég fer voða sjaldan út á lífið (hef farið á klúbb einu sinni eftir að við byrjuðum saman og þá var hann í útlöndum).
En málið er það að mér finnst ég vera á aldrinum þegar lífið snýst um að skemmta sér og þannig lagað og mér finnst ég vera að fara á mis við það.

Hitti vini mína miklu sjaldnar en ég vil, og bara með hann í eftirdragi (hann fílar sig ekki með vinum mínum flestum) og þá förum við líka heim allt of snemma þegar kvöldið er kanski hálfnað.

1) Hann bannar mér að drekka sterkt áfengi útaf hann segir að ég kunni það ekki og verði rugluð. Það er bara kjaftæði því ég er miklu vanari að drekka sterkt áfengi heldur en bjór og það fer eiginlega betur í mig. Flestir myndu segja, so what? en ég dýrka sterkt áfengi, og captain morgan er minn besti vinur.

2) Má ekki fara út án hans. Gerði það síðustu helgi, fór til vinar míns með vinkonu og með 2 bjóra í rólegheitunum og svo endaði það annarstaðar með meira fólki og hann sótti mig brjálaður. Þannig núna Treystir hann mér ekki (einsog hann hafi einhvetíman gert það) og sagði við mig að ég ætti að hringja í hann og spurja um leyfi næst þegar mér dytti í hug að fara út þegar hann væri ekki heima!

3) Finnst hann ekki bera virðingu fyrir eignum mínum, t.d. bílnum sem hann keyrir einsog honum sé svo slétt sama um hann. Ég fæ eiginlega aldrei að keyra hann líka sjálf! Svo eru nokkur önnur dæmi sem ég nenni ekki að skrifa hér því þið mynduð ekki nenna að lesa það ;).

4) Ég er strax komin í hlutverk húsmóðurinnar. Ég er frekar mikill jafnréttissinni (nota ekki feministi útaf það hefur fengið kolranga merkingu) og mér finnst sjálfsagt að skipta húsverkum á milli. Ég þvæ af honum og ég á alltaf að elda fyrir hann þegar honum þóknast, þótt ég sé ömurlegur kokkur :). Það er allt í lagi þannig séð nema ég fæ aldrei neitt kredit fyrir það. Hann hefur oft sagt að það sé bara mitt djobb.

5) He hates me n teh internets :(. Í alvörunni. Ég nota ekki facebook útaf því að einhver gaur var að reyna við mig í gegnum þetta sálarlausu síðu. Mér er reyndar svosem sama um facebook, en hann vill helst ekki að ég sé á MSN og hvað þá huga! Verður alltaf frekar pirraður þegar hann sér mig vera á þessari síðu, hversu spes?

6) Hann hengur í tölvunni. Endalaust. Hef sjálf alltaf verið mikið í tölvunni, en hann er farinn að taka tölvuna endalaust framyfir mig. Er í skóla en hann var í pásu og bara með smá vinnu og hann hékk/hengur Endalaust heima í tölvunni og gerir ekki neitt, oftast. Nennir varla að hjálpa mömmu ef hún biður hann um það, (hann býr heima hjá mér).

Mig langar að flytja út og fara að búa. Hann er enganveginn tilbúinn í þann pakka. Mig langar að skemmta mér meira, finnst ég hafa týnt mikinn hluta af sjálfri mér og sérstaklega sjálfsálitinu. Ég kanski hljóma svolítið frekjulega, en ég er búin að vera að beila endalaust á vinum mínum vegna hans:(.

Ég er á báðum áttum með það hvort ég ætti að hætta með honum eða ekki..

Það er ball á morgun og vinkonur mínar buðu mér.
Spurði hann hvort honum væri ekki sama og hann varð svo brjálaður.. hef aldrei séð hann svona áður.
Á endanum náði hann þó að koma því til skila að sama hvað ég reyni þá fer ég einfaldlega ekki á þetta ball því það verða fullir gaurar þarna.

Ég er ekki lauslát og á ekkert vesen með að losna við fulla gaura.

Tek það fram að þetta ball myndi ekki eitt og sér fá mig til að hætta með honum :). Ég er samt mikið að pæla í því að segja honum að hann ráði ekkert yfir mér lengur (að við séum hætt saman) og fara.

Þori því samt varla því hann hefur oft sagt að hann myndi deyja ef við hættum saman..
Vil ekki særa hann, en mér finnst þetta stefna í eitthvað allt annað en mig vantar.

Á maður ekki fyrst og fremst að hugsa um sína eigin hamingju?

Ég held að ég sé bara með ofnæmi fyrir samböndum, verð alltaf eitthvað innilokuð og öðruvísi.. samt hef ég sjaldan verið á lausu.

Þannig já þetta er staðan: Ég er frekar confused og eiginlega bara 50/50 á því hvort ég ætti að hætta með honum eða vera með honum.
Ég elska hann, en . Mikið en.

Ég hef oft verið í Ástarsorgarpakkanum og sama hversu óendanlega vont það er, þá held ég actually að ég myndi komast í gegnum það og að það myndi gera mér gott..

Hvað finnst ykkur?


Afsakið ef þetta er ruglingslegt. Á frekar erfitt með að koma þessu frá mér þannig að það skiljist.

(endilega notið tækifærið komið með skítköst blabalba útaf ég mun ekki geta svarað :))