Times squere í Reykjavík Sem (stoltur) MR-ingur skiptir það mig miklu máli hvernig Lækjartorg og umhverfi líti út þar sem ég fer þar um, oftar en einu sinni á hverjum degi. Ég gladdist þess vegna ótrúlega mikið þegar hugmyndin um “nýtt Lækjatorg” leit dagsins ljós.

Endurbyggja átti húsin sem brunnu en bæta við þau eina hæð, auk þess sem opna átti fyrir læknum aftur. Rífa átti ljóta strætóhúsið niður og eitt fallegasta hús Árbæjarsafnar átti að vera reist þar í staðinn, aðeins nokkrum metrum frá upprunarlegum stað. Aðrar hugmyndir voru að endurbyggja Nýja bíó, færa Kolaportið undir Lækjartorg og fegra bakgarða húsanna sem brunnu.

Allt eru þetta gríðalega góðar hugmyndir og sá ég fram á að geta hætt að skammast mín fyrir miðbæinn framvegis(fyrir utan sóðaskap, drykkjulæti og dýrt verð)

Ég var því hinn ánægjasti þegar ég leit á aðra frétt, rúmlega viku síðar sem gerði það að verkum að ég skipti um skoðun um hvað best væri að gera við þennan miðpunkt miðbæjarins. Málið var að borgaryfirvöld fengu Jan Gehl, danskan arkitekt sem m.a. vann að því að gera Strikið að göngugötu, til að skipuleggja svæðið. Útkoman var áhættusöm en samt forvitnileg.

Hans hugmynd var að sleppa því að endurbyggja húsin við Lækjartorg, heldur byggja ný, flott hús í staðinn. Hann vildi nýta hina ódýru orku Íslands og skreyta húsin með flottum ljósum, ekki ólíkt Times squere, í New York. Markmiðið var þó gera svæðið svo flott að torgið fræga myndi blikna í samanburði. Göngugatan að tónlistarhúsinu yrði einnig klædd ljósum og myndi síðan tengjast Lækjartorgi.

Hugmyndir hans ganga sem sagt út á það að gera miðbæinn þannig að við fengjum þar eitthvað sem við fengjum ekki í úthverfunum. Og þar liggur hundurinn grafinn. Ef að Miðbærinn verður einskonar “Kringla án þaks” þá hefur hann ekkert umfram verslunarmiðstöðvunum nema síður sé. Miðbærinn þarf að vera sérstakur. Hvort að rétta leiðin sé að byggja nýtt eða endurbyggja, veit ég ekki, en báðar hugmyndirnar voru flottar.

Eftir vonandi 3-4 ár munum við rölta stolt um okkar fallega miðbæ og minnast þess hálfhlæjandi þegar hann var eins og hann er í dag.
Veni, vidi, vici!