Franz Schubert Franz Schubert er eitt ástsælasta tónskáld í heimi og hefur hann í 200 ár heillað heimsbyggðina með gullfallegum laglínum. Þar er ég meðtalinn en fyrstu kynni mín af honum voru í gegnum 8. sinfóníu hans sem einnig er kölluð “hin ókláraða” Eftir þá hlustun var ekki aftur snúið og er ég stöðugt að sjá meira og meira hversu mikill snillingur hann var.

Schubert fæddist í Vínarborg árið 1797. Um það leyti var klassíska tímabilið að líða undir lok og hið rómantíska að taka við. Það að hann skyldi fæðast svona á milli tónlistartímabila gerir tónlistina hans einstaka. Hún er nokkurskonar blanda af þeim báðum og er hún ákaflega klassísk en inniheldur um leið hinar miklu tilfinningar rómatíkarinnar.

Fyrstu verkin hans voru glaðvær og lýstu nokkuð áhyggjulausri ævi. En á seinni árunum urðu verkin sífellt drungalegri og er það í takt við veikindi sem hrjáðu hann og drógu hann loks til dauða einungis 31 árs gamlan. Ef maður hlustar gaumgæfilega á þessi síðustu verk hans má þó sjá að þrátt fyrir drungalegt yfirborð þá enda þau alltaf vel enda trúði Schubert því alltaf að eftir þetta líf, tæki annað og betra við.

Schubert fæddist inn í mikilli tónlistarfjölskyldu og kenndu faðir hans og stóri bróðir honum að spila á píanó og fiðlu. Hann varð innan skamms ótrúlega fær á pínaóinu og var hann sendur í virtann tónlistarskóla í Vín. Hann útskrifaðist þaðan 1813 og hóf að kenna í skóla föður síns. Á meðan hann kenndi samdi hann gríðarlega mörg tónverk. Tvær sinfóníur og 200-300 lög. Hann græddi ekkert á þessu heldur gerði hann þetta einungis til gamans ólíkt öðrum tónskáldum þessarar tíma sem sömdu að miklu leyti fyrir peninganna.

Árið 1815 kynntist Schubert, Franz Von Schober sem líkaði vel við tónlistina hans og ráðlagði honum að hætta að kenna og einbeita sér að tónlistinni. Hann bauð honum einnig að búa hjá sér. Schober kynnti honum fyrir söngvaranum, Johann Michael Vogl og urðu þeir þrír miklir vinir. Árið 1819 fór Schubert í fyrsta tónleikaferðalagið sitt, þá 19 ára gamall og söng Vogl verkin hans meðan schubert spilaði undir á píanó. Lífið var gott og schubert var hamingjusamur. En árið 1823 veiktist hann og verkin hans urðu, eins og áður hefur komið fram, drungalegri.

Schubert dó árið 1828 en verkin hans lifa enn þann dag í dag. Ég skora á þig að kynna þér þennan meistara laglínanna. Einn mesta tónlistarmann sögunnar.
Veni, vidi, vici!