Topp5.is
Donnie Darko fær framhald

Screen Daily.com greinir frá því að költmyndin Donnie Darko frá 2001 sé í þann mund að fá framhald, sem mun hefja tökur þann 18. maí n.k. Leikstjóri myndarinnar verður Chris Fisher, sem gerði Nightstalker og Rampage: The Hillside Strangler Murders.

Framhaldið á að bera nafnið S. Darko og fjalla um yngri systur Donnie, Samönthu Darko. Hún er nú orðin 18 ára og segir myndin frá bílferðalagi hennar og vinkonu hennar til Los Angeles, þegar furðulegar sýnir fara að ásækja þær.

Daviegh Chase mun leika Samönthu á ný en í öðrum hlutverkum verða Ed Westwick (Son of Rambow, Gossip Girl), Briana Evigan (Step Up 2 the Streets) og Justin Chatwin (Dragonball).

Richard Kelly, leikstjóri Donnie Darko, mun ekki hafa neitt við myndina að gera. Myndin á að kosta rúmar 10 milljónir dala.

Hvað er að við Hollywood nú til dags?